Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Lyngby, var valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu.
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið valinn í íslenska landsliðið sem mætir Lúxemborg 13. október og Liechtenstein þremur dögum síðar, 16. október. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Verður þetta mögulega fyrstu landsleikir Gylfa í tæp þrjú ár en Gylfi var sakaður um kynferðisbrot árið 2021 og var ekki valinn í landsliðið með rannsókn þess máls stóð yfir. Nú er hann hins vegar laus allra mála og getur spilað aftur með íslenska landslinu.
Alberg Guðmundsson er í sömu sporum og Gylfi var í en hann hefur verið kærður fyrir kynferðisafbrot og kemur ekki til greina í landsliðið meðan sú rannsókn fer fram.
Landsliðshópinn má sjá hér fyrir neðan:
Markverðir:
Elías Rafn Ólafsson – C.D. Mafra
Rúnar Alex Rúnarsson – Cardiff
Hákon Rafn Valdimarsson – Elfsborg
Varnarmenn:
Alfons Sampsted – FC Twente
Guðlaugur Victor Pálsson – K.A.S. Eupen
Aron Einar Gunnarsson – Al Arabi
Hjörtur Hermannsson – Pisa
Sverrir Ingi Ingason – FC Midtjylland
Kolbeinn Birgir Finnsson – Lyngby
Guðmundur Þórarinsson – OFI Crete
Miðjumenn:
Ísak Bergmann Jóhannesson – Fortuna Düsseldorf
Július Magnússon – Fredrikstad
Arnór Ingvi Traustason – IFK Norrköping
Kristian Nökkvi Hlynsson – Ajax
Gylfi Þór Sigurðsson – Lyngby
Hákon Arnar Haraldsson – Lille
Willum Þór Willumsson – Go Ahead Eagles
Sóknarmenn:
Jón Dagur Þorsteinsson – OH Leuven
Arnór Sigurðsson – Blackburn
Alfreð Finnbogason – K.A.S. Eupen
Orri Steinn Óskarsson – FC Köbenhavn
Andri Lucas Guðjohnsen – Lyngby
Mikael Neville Anderson – AGF