Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Gylfi Þór hættur hjá Everton

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samningur knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar við enska knattspyrnufélagið Everton er runninn út. Samningurinn verður ekki endurnýjaður. Gylfi Þór hefur þó ekki spilað fyrir liðið síðan hann var handtekinn af breskum yfirvöldum síðasta sumar, vegna gruns um að hafa brotið gegn ólögráða einstaklingi. Þetta kemur fram hjá Vísi.

Frá því Gylfi Þór var handtekinn hefur lögregla rannsakað mál hans. Hann hefur sætt farbanni allan þann tíma og verið laus gegn tryggingu. Samkvæmt heimildum var hann fluttur á leynilegan stað svo koma mætti í veg fyrir áreiti. Lögregla hefur enn ekki tekið ákvörðun um það hvort ákæra verði gefin út á hendur Gylfa.

Everton staðfesti í dag að samningur Gylfa Þórs við félagið væri runninn út. Aðrir leikmenn félagsins sem urðu samningslausir á sama tíma eru þeir Fabian Delph og Cenk Tosun. Leikmaðurinn Jonjoe Kenny er einnig orðinn samningslaus eftir að hafa hafnað nýjum samningi við knattspyrnufélagið.

Gylfi Þór er laus gegn tryggingu og sætir farbanni til 16. júlí næstkomandi og má þá vænta nýrra frétta af máli hans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -