Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Gylfi Þór mættur – „Fyrsta daginn eftir síðasta leikinn þá flyt ég strax“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gylfi Þór Sig­urðsson var mættur á leik Tinda­stóls og Vals í gækvöldi. Liðin léku í úr­slit­um Íslands­móts karla í körfu­bolta en sást til Gylfa í fyrsta sinn opinberlega síðasta laugardag á fyrri leik liðanna. Gylfi kom til Íslands þann 20.apríl síðastliðinn eftir að hafa verið í farbanni á Englandi í tæp tvö ár. Var hann handtekinn í júlí árið 2021 en var hann grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn ólögráða einstaklingi. Málið var fellt niður nýverið og Gylfi því laus allra mála. Gylfi hefur verið án félags síðan samningur hans við Everton rann út síðasta sumar en alls lék hann 318 leiki í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann skoraði 67 mörk. Auk þess á hann að baki 78 A-landsleiki fyrir Ísland þar sem hann skoraði 25 mörk.

Gylfi virðist hafa áhuga á leikjum liðanna tveggja en sjálfur er hann uppalinn hjá FH. Þá sagði hann í viðtali við Viðskiptablaðið árið 2015 að hann ætlaði sér að ljúka ferlinum heima á Íslandi með uppeldisfélagi sínu. „Fyrsta daginn eftir síðasta leikinn þá flyt ég strax til Íslands. Ég verð þá vonandi hálft ár á Íslandi og hálft ár erlendis,“ sagði Gylfi í viðtalinu og bætti við að hann saknaði Íslands. Óljóst er enn hver næstu skref Gylfa verða og hefur hann ekk tjáð sig opinberlega um málið.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -