Gylfi Þór mun leiða þau verkefni sem við blasa og tengja saman stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki sem lagt geta málinu lið.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, skipar teymið. Í því verða fulltrúar frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, forsætisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu, innviðaráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. Þá verður óskað eftir þáttöku fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og að fulltrúi flóttamannanefndar eigi þar einnig sæti. Stofnanir ráðuneytsins munu taka þátt í starfinu eftir þörfum.
Gylfi Þór var yfir framkvæmd farsóttarhúsana í fraldrinum en þeim verður skellt í lás 1. apríl. Þegar mest var voru hátt í 600 manns á dag í 7 farsóttarhúsum. Gylfi Þór greindi frá því 1. mars að hann hefði skrifað undir starfslok sín.