Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Gylfi Þór: „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hversu erfiður þessi tími hefur verið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gylfi Þór Sigurðsson segir síðustu tvö ár hafa verið mjög erfið en að nú sé hann kominn á góðan stað.

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór sagði í viðtali við RÚV að hann sé kominn á góðan stað eftir tvö erfið ár í farbanni en hann var grunaður um kynferðisbrot gegn barni í Bretlandi. Málið var svo á endanum látið niður falla eftir ítarlega rannsókn lögreglunnar og er Gylfi Þór laus allra mála. Tók hann fram í byrjun viðtalins að hann gæti ekkert tjáð sig efnislega um málið gegn honum.

Gylfi Þór skrifaði nýverið undir eins árs samning við danska félagsliðið Lyngby en hann hefur ekkert leikið knattspyrnu síðustu tvö ár. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hversu erfiður þessi tími hefur verið, þessi tvö ár í Bretlandi þegar ég mátti ekki fara heim eða neitt,“ sagði Gylfi Þór í viðtali við RÚV. „Andlega hliðin var mjög langt niðri, það var mjög erfitt að vinna sig í gegnum þetta en með hjálp fólksins í kringum mig og fagaðila sem ég fékk hjálp frá er ég kominn á mjög góðan stað í dag en ég verð að viðurkenna að þetta var gríðarlega erfitt.“

Fram kemur í hádegisfréttum RÚV að Gylfi Þór hafi á þessum tíma hafi hann talið meiri líkur en minni á að knattspyrnuferli hans væri lokið. Hann hafi sjálfur haft lítinn áhuga á að spila aftur en að það hafi svo verið gríðarlegur léttir þegar málið var látið niður falla og farbanninu aflétt. Aðspurður segir Gylfi Þór ekki finna til reiði eða biturð vegna málsins, segir hann ekki svo vera. „Nei, alls ekki en auðvitað er þetta eitthvað sem maður myndi aldrei vilja lenda í en staðan sem ég er í í dag, mér líður frábærlega andlega og ég er bara í mjög góðu jafnvægi með sjálfan mig. En nei, ég lít ekkert til baka eitthvað reiður enda skilar það mjög litlu en ef ég væri ekki búinn að vinna í þessum hlutum með sálfræðingum eða öðrum, þá kannski myndi ég finna til mikillar reiði.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -