Björn Birgisson hæðist að 1. maí kaffi Sjálfstæðisflokksins og spyr hvort verkalýðsráðið í Valhöll sé „með fullu ráði“.
Samfélagsrýnirinn beitti, Björn Birgisson í Grindavík skrifaði færslu í dag þar sem hann hæddist að 1. maí kaffi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Birtir hann við færsluna ljósmynd af Guðlaugu Þór Þórðarsyni, umhverfisráðherra, klæddan í svuntu yfir jakkaföt. Segir Björn að meðal annars að það hafi gleymst að benda á að „enginn alvöru bakari setur svuntuna utan yfir stakan jakkafataakka og bakar með hendur í vösum“.
„Sjallar eru gjarnan með 1. maí kaffi í Valhöll.
Þó nokkrir svara Birni og sumir taka þátt í hæðninni. Elías þar á meðal: „Það er svo sem viðburður út af fyrir sig að sjá Sjálfstæðismenn með hendur í eigin vösum.“
Halldór nokkur tók upp hanskann fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sinni athugasemd: „Ég var þarna Björn. Fullt hús af fólki af öllum stéttum. Guðlaugur Þór stóð sig vel í bakstrinum svona líka flott klæddur.“
Þessu svarar Jóhanna nokkur: „Hvað er venjulegt verkafólk að gera þar? Kyssa á vöndinn?“