Kristinn Hrafnsson hæðist að nýju frumvarpi um að kristinfræði verði aftur tekin upp í grunnskólum landsins.
Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson deildi í dag frétt DV um nýtt frumvarp sem þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokksins, Flokki fólksins og Vinstri grænna, lögðu fram nú á nýhöfnu haustþinginu. Frumvarpið snýst um að kristinfræði verði aftur kennd í grunnskólum Íslands.
„Þá eru komin nöfn og númer á biblíubeltið á þingi. Ægilega er erfitt að kveða niður þann draug að börn geti ekki fengið fróðleik um siðleg gildi án þess að pakka því inn í óþarfa umbúðir og fornar ævintýrasögur,“ skrifar Kristinn í byrjun færslunnar.
Því næst vitnar Kristinn í frétt DV: