Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðismanna og fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Brynjar Níelsson skrifaði færslu á Facebook sem sló rækilega í gegn en yfir 500 manns hafa sett „like“ við hana.
Í færslunni gerir Brynjar stólpagrín að Sindra Þór Hilmars Sigríðarson, sem nýverið tapaði meiðyrðarmáli sem Ingólfur Þórarinsson höfðaði gegn honum vegna ummála sem Sindri lét falla á netinu þar sem hann sagði Ingólf stunda kynmök með börnum. Í leiðinni gagnrýnir Brynjar Ríkisútvarpið fyrir að taka viðtal við Sindra í kjölfar dómsins.
Færsluna má lesa hér fyrir neðan:
„Fórnarlömbin eru víða að finna í dag. Hið stórbrotna útvarp í almannaþágu, sem kostar að vísu skildinginn, tók viðtal við nýjasta fórnarlambið, Sindra Þór Hilmars Sigríðarson, sem fékk áfellisdóm fyrir ærumeiðingar. Hugur minn er hjá Sindra Þór, ekki síður en hjá Grindvíkingum. Hlýtur að vera óbærilegt að geta ekki vænt nafngreinda menn um barnaníð til að geta staðið með konum. Hvar værum við án RÚV?