Laugardagur 16. nóvember, 2024
0.6 C
Reykjavik

Hæðist að sveitarstjórn Borgarbyggðar: „Grilluð verða sérstök lambalæri sem hafa ekki vott af fitu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinunn Árnadóttir, organisti og baráttukona fyrir dýravelferð, hæðist að sveitarstjórn Borgarbyggðar í nýrri færslu á Facebook.

Steinunn hefur verið dugleg að benda á hinu ýmsu vankanta í dýravelferð í sveitum landsins undanfarna mánuði. Síðustu vikur hefur hún einblínt á kindurnar á bænum Höfða í Borgarfirði en þær virðast vera á vergangi um sveitina, illa til reika, berandi lömb undir berum himni í nálægð við rándýr. Eigendur kindanna hafa neitað slæmri meðferð á dýrunum og sagt kvartanir Steinunnar og fleira fólks vera aðför á þeim. Matvælastofnun hefur að því er virðist ekkert gert í málinu og í raun hefur eftirlitsmaður á vegum þeirra gefið grænt ljós á dýrahaldið á bænum.

Áhyggjur Steinunnar og annarra hafa þó ekki minnkað enda sína ljósmyndir sem hún hefur tekið að ekki er allt með felldu. Steinunn birti nýverið færslu á Facebook þar sem hún hæðist að sveitarstjórn Borgarbyggðar en tilefni færslunnar er að sögn Steinunnar yfirlýsing frá síðusta sveitarstjórnarfundi, undir liðnum dýravelferðarmál:
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd – 48Sveitarstjórn hefur ekki heimildir til að bregðast við ábendingum um meint brot á lögum um velferð dýra. Samkvæmt lögum um velferð dýra nr. 55/2013 skal Matvælastofnun hafa eftirlit með velferð búfjár og því er öllum tilkynningum beint til Matvælastofnunar. Umhverfis-og landbúnaðarnefnd felur deildarstjóra umhverfis-og framkvæmda að senda tilkynningu til stofnunarinnar.

Færslu Steinunnar má lesa hér að neðan:

„Heyrst hefur að:

„á þjóðhátíðardegi Íslands, 17.júní ætli sveitarstjórn Borgarbyggðar að heiðra sérstaklega hina íslensku sauðkind í hátíðarhöldum í Skallagrímsgarði.
Verður það gert með ýmsum hætti.
Má nefna að fjallkonan verður ekki í skautbúningi heldur í sérstaklega hönnuðum búningi sem er úr tvíbanda ull ættuð úr Þverárhlíðinni. Ullin er af kindum sem hafa þolað þvílíkt harðræði að bera má saman móðurharðindin við þær raunir sem þær hafa lifað.
Sýnikennsla verður í rúningi á kindum sem eru í 2-4 reifum.
Mynd sem fylgir er af væntanlegum rúningsgestum.
Einn dagskrárliðurinn er í boði Matvælabiiiðstofunnar (sumir kalla apparatið reyndar Matvælastofnun ). Þar fáum við að kynnast hvernig á að holdastiga sauðfé (hvort kindurnar eru feitar eða horaðar). Sérstakur heiðursgestur er búfjáreftirlitsmaður svæðisins sem leiðir okkur í þann sannleika.
Hátíðin endar svo í allsherjar ketóekkiorgíu. Grilluð verða sérstök lambalæri sem hafa ekki vott af fitu. Þeirri athöfn stjórnar sjálfur sveitarstjórinn. Enda hefur hann undanfarið látið safna kindum í sveitinni á þetta grill.
Matvælabiiiðstofan biður alla landsmenn að klæðast flíkum úr ull á þjóðhátiðardegi landsmanna þann 17.júní.
Heiðrum með þeim hætti sauðkindina sem hefur fætt okkur og klætt frá upphafi vega“.
Deilið lömbin mín góð svo sem flestir geti notið þessarrar sérstöku hátíðar …
JARMEN“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -