Steinunn Árnadóttir, organisti og baráttukona fyrir dýravelferð, hæðist að sveitarstjórn Borgarbyggðar í nýrri færslu á Facebook.
Steinunn hefur verið dugleg að benda á hinu ýmsu vankanta í dýravelferð í sveitum landsins undanfarna mánuði. Síðustu vikur hefur hún einblínt á kindurnar á bænum Höfða í Borgarfirði en þær virðast vera á vergangi um sveitina, illa til reika, berandi lömb undir berum himni í nálægð við rándýr. Eigendur kindanna hafa neitað slæmri meðferð á dýrunum og sagt kvartanir Steinunnar og fleira fólks vera aðför á þeim. Matvælastofnun hefur að því er virðist ekkert gert í málinu og í raun hefur eftirlitsmaður á vegum þeirra gefið grænt ljós á dýrahaldið á bænum.
Áhyggjur Steinunnar og annarra hafa þó ekki minnkað enda sína ljósmyndir sem hún hefur tekið að ekki er allt með felldu. Steinunn birti nýverið færslu á Facebook þar sem hún hæðist að sveitarstjórn Borgarbyggðar en tilefni færslunnar er að sögn Steinunnar yfirlýsing frá síðusta sveitarstjórnarfundi, undir liðnum dýravelferðarmál:
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd – 48Sveitarstjórn hefur ekki heimildir til að bregðast við ábendingum um meint brot á lögum um velferð dýra. Samkvæmt lögum um velferð dýra nr. 55/2013 skal Matvælastofnun hafa eftirlit með velferð búfjár og því er öllum tilkynningum beint til Matvælastofnunar. Umhverfis-og landbúnaðarnefnd felur deildarstjóra umhverfis-og framkvæmda að senda tilkynningu til stofnunarinnar.
Færslu Steinunnar má lesa hér að neðan:
„Heyrst hefur að: