Hvít föl liggur yfir götum borgarinnar þennan föstudagsmorgun, eftir þó nokkra sólríka og góða daga. Í spá Veðurstofu Íslands fyrir daginn í dag sem og helgina segir :
„Suðaustan 8-15 m/s og slydda eða snjókoma með köflum í dag, hvassast suðvestanlands. Hægari um landið austanvert og þurrt fram á kvöld. Frost 0 til 8 stig, en hlánar við suður- og suðvesturströndina.
Minnkandi suðaustanátt og hlýnar á morgun, 3-8 m/s seinnipartinn og hiti 0 til 7 stig. Rigning eða slydda suðaustantil, en lítilsháttar úrkoma með köflum í öðrum landshlutum. Vaxandi norðaustanátt á Vestfjörðum um kvöldið og kólnar.“
Á sunnudaginn verður norðaustan 15-23 á Norðvestur- og Vesturlandi, snjókoma eða él og vægt frost. Mun hægari vindur sunnan- og austantil, rigning eða slydda með köflum og hiti 0 til 5 stig.