„Ávallt er reynt að stilla öllum verðhækkunum Strætó í hóf og er hækkuninni ætlað að draga úr þörf á frekari hagræðingu í leiðarkerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt munu sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu skoða að styrkja rekstur Strætó frekar en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2022,“ segir í tilkynningunni.
Stígur Helgason er einn þeirra sem gagnrýnir starfsemi Strætó á Twitter í dag: „Maður fær á tilfinninguna að stjórn og æðstu stjórnendur strætó hafi bókstaflega engan áhuga á að fólk noti þjónustuna. Jafnvel að það væri bara þægilegra fyrir þá að fækka notendum og draga þannig úr álagi á sjálfa sig,“ segir Stígur.