Þriðjudagur 7. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

Hælisleitendur kvarta undan stöðugum hávaða: „Mér líður í raun hræðilega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hælisleitendur á Hótel Sögu eru langþreyttir á stanslausum hávaða en framkvæmdir standa þar yfir. Þá fer brunavarnakerfið ítrekað í gang á öllum tímum.

Hælisleitandi að nafni Anton dvelur ásamt hópi fólks á Hótel Sögu og hefur gert það síðasta tæpa hálfa árið. Flúði Anton Rússland við upphaf stríðisins í Úkraínu en vegna mótmæla á hann fangelsisdóm yfir höfði sér.

Hætt að kippa sig upp við brunabjölluna

Segir hann í samtali við Mannlíf að Hótel Saga sé frábær staður til að dvelja á í stuttan tíma en nú sé hann búinn að vera þar í fimm og hálfan mánuð og finnst komið gott. Frá því að hann flutti inn hafa bygginaverkamenn unnið við húsið með tilheyrandi hávaða frá 7:40 til 17:00, mánudaga til laugardaga. Þá segir Anton að hávær brunabjalla fari reglulega í gang á öllum tímum sólarhringsins. Allt þetta segir hann vera afar íþyngjandi en Anton er greindur með þunglyndi og segir hann hávaðann gera illt mun verra. Segist hann hafa sent bæði Útlendingastofnun og Katríni Jakobsdóttur forsætisráðherra póst þar sem hann kvartaði yfir ástandinu á Hótel Sögu en ekki fengið svo mikið sem einn staf til baka.

Anton segir að fólk sé hætt að kippa sér upp við brunavarnarbjölluna: „Þegar brunabjallan hringir, eigum við að drífa okkur út um neyðarútganginn en núna er okkur orðið sama. Ef það yrði hér alvöru eldur, myndum við sennilega öll brenna inni.“

Upplifir sig í hættu

- Auglýsing -

Hinn rússneski Anton segist ekki hafa nákvæma tölu yfir fjölda þeirra sem dvelja á Hótel Sögu en heldur að það sé um 100 – 150 manns. Langflestir séu frá Úkraínu og Venesúela en þeir séu tveir Rússarnir, hann og annar maður. Aðspurður hvort það sé einhver togstreita á milli Úkraínumannanna og Rússanna tveggja segir Anton það að hluta til rétt. „Við reynum að vera ekkert að gaspra því að við séum Rússar. Við upplifum okkur í nokkurri hættu vegna þess. Auðvitað getum við ekki haldið því algjörlega leyndu að við séum Rússar, til dæmis þegar við eldum mat með öðru fólki í sameiginlegu eldhúsi, þá höfum við sagt þeim að við séum frá Rússlandi. Og það er ómögulegt að spá fyrir um viðbrögðin en í eitt skipti öskraði ein kona frá Úkraínu á okkur og sögðu okkur óvini sína sem ættu ekki að vera nálægt þeim,“ sagði Anton og bætti því við að í hans huga séu Úkraínubúar ekki óvinir sínir enda er afi hans frá Úkraínu. „Ég er manneskja sem mótmælti í Rússlandi, árásinni á Úkraínu. Mér líður í raun hræðilega og finnst ég í hættu þegar manneskja sem býr í sömu byggingu og ég, álítur mig óvin sinn og segir að ég eigi að vera einhversstaðar annarsstaðar.“

Mannlíf sendi tölvupóst á Útlendingastofnun varðandi hávaðan sem hælisleitendurnir þurfa að búa við og fékk svar samdægurs en þar var sagt að Vinnumálastofnun sé með hýsingu hælisleitenda á sinni könnu og var pósturinn áframsendur á þá stofnun. Engin svör hafa borist í dag.

Hér fyrir neðan má heyra í hávaðanum:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -