Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Hæstaréttarlögmaður sakaður um stórfellda líkamsárás – Vitni að árásinni á vinnustað fórnarlambsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Uppnám varð í eigandahópi á þekktri lögmannsstofu í Reykjavík eftir alvarlegt atvik sem tengist tveimur eigendum.  Samkvæmt heimildum Mannlífs er hæstaréttarlögmaður sakaður um hafa gengið í skrokk á öðrum manni. Atvikið átti sér stað á vinnustað meints fórnarlambs í miðborg Reykjavíkur.

Heimildir Mannlífs herma að þolandinn hafi í hið minnsta nefbrotnað og rifbein brákast. Lögregla var kölluð til í kjölfar árásarinnar. Tveir menn urðu vitni að atvikinu og stigu inn í atburðarásina til þess að aðstoða þolandann. Lögregla ræddi við lögmanninn sem sagði manninn hafa ógnað sér með hníf og því hafi hann brugðist við með því að ráðast á hann. Hvorki vitni né lögregla urðu vör við hníf á vettvangi og fannst hann ekki við leit.

Ágreiningurinn sem varð tilefni atviksins er sagður persónulegur og snýr að náinni vináttu fólks en þrír aðilar koma að málinu. Málið er mjög viðkvæmt og altalað innan stétt lögfræðinga en meintur gerandi er í framlínu stéttarinnar. Fórnarlambið leitaði, samkvæmt heimildum Mannlífs, á bráðamóttöku í kjölfar árásarinnar. Hann hyggst leggja fram kæru. Verði lögmaðurinn ákærður og sakfelldur mun hann missa lögmannsréttindin. Líklegt þykir að málið sé fordæmalaust.

Ekki náðist í meintan árásarmann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Meðeigandi hans að lögmannsstofunni svaraði ekki skilaboðum. Meint fórnarlamb vildi ekki tjá sig um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -