Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður segir símastuldar- og byrlunarmál skipstjórans Páls Steingrímssonar vera stórfurðulegt og að rannsaka þurfi starfshætti lögerglunnar á Norðurlandi eystra.
Í samtali við Morgunblaðið segir Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður að lögreglan á Norðurlandi eystra hafi áttað sig á því alltof seint „að hún væri í tómri vitleysu með rannsóknina“ í máli Páls Steingrímssonar.
Segir hann að útskýringar lögreglunanr á Norðurlandi eystra um að ástæða þess að málið hafi verið látið niður falla sé sú að ekki hafi verið hægt að sanna hver afritaði gögnin úr síma Páls, séu furðulegar og skipti engu máli.
„Það er vitað hverjir höfðu aðgang að upplýsingunum úr símanum, en það skiptir engu máli hver það var sem afritaði gögn úr símanum,“ segir Jakob í samtali við Morgunblaðið og bætir við að rannsókn á öðrum þáttum málsins en þeim sem snúa að því hver tók símann af Páli þar sem hann lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsi, skipti engu máli.
Þegar Jakob er spurður hvort eðlilegt hafi verið að lögreglan hafi látið það gott heita er fyrrverandi eiginkona Páls hafnaði beiðni um að gangast undir sakhæfismat, svarar hann því til að það sé enn eitt dæmið um að rannsóknin hafi frá byrjun verið slík hrákasmíð, að eðlilegast væri nú að láta rannsaka starfshætti lögreglunna á Norðurlandi eystra, greinilegt sé að hún hafi ekki vitað hvað hún var að gera.