Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Hætta viðskiptum við Rapyd: „Forstjóri hefur lýst yfir að hann styðji þjóðarmorð á Gaza“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tölvu- og netþjónustufyrirtækið Snerpa hefur slitið viðskiptasambandi sínu við fjártæknifyrirtækið Rapyd. Fyrirtækið hefur hlotið harða gagnrýni eftir að Arik Shtilman, forstjóri Rapyd, sagði fyrir stuttu að allar aðgerðir Ísrael á Gaza væru réttlætanlegar vegna þess að markmiðið væri að uppræta Hamas-samtökin.

Þessi orð féllu í grýttann jarðveg hjá mörgum Íslendingum og hafa einhverjir hvatt íslensk fyrirtæki til að hætta í viðskiptum við Rapyd en fyrirtækið sér um færsluhirðingu fyrir stóran hluta fyrirtækja á Íslandi. Tölvu- og netþjónustufyrirtækið Snerpa gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem tilkynnt var um að fyrirtækið myndi slíta viðskiptasambandi sínu við Rapyd og vísaði fyrirtækið í orð forstjóra Rapyd. Þá hvetur Snerpa önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Ljóst er að ekki eru allir á sama máli og Snerpa en HSÍ tilkynnti stuttu eftir orð Arik Shtilman nýtt samstarfsverkefni við Rapyd og sagði formaður HSÍ í samtali við Mannlíf að ekki kæmi til greina að slíta því samstarfi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -