Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Hafa safnað yfir sex milljörðum króna til að rannsaka geðheilsu og krabbamein í blöðruhálskirtli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

The Distinguished Gentleman’s Ride (Hefðarfólk á Hjólum) fer fram í Reykjavík laugardaginn 25. maí í sjöunda sinn og er hluti af alþjóðlegum viðburði þar sem mótorhjólafólk kemur saman, snyrtilega klætt, á klassískum mótorhjólum og mótorhjólum í klassískum stíl.

Tilgangurinn með þessum góðgerðarviðburði er að vekja athygli á heilsu karlmanna, þá sérstaklega geðheilsu og krabbameini í blöðruhálskirtli, og um leið safna áheitum sem renna til rannsókna á þessum málefnum á heimsvísu.

Til að skrá sig til þátttöku eða til að styrkja málefnin er hægt að fara á heimsíðu keyrslunnar í Reykjavík, https://www.gentlemansride.com/rides/iceland/reykjavik.

- Auglýsing -

The Distinguished Gentleman’s Ride byrjaði í Sidney í Ástralíu árið 2012 og kom til Reykjavíkur árið 2018. Á þessum árum hafa yfir 500.000 hjólarar í yfir 121 landi safnað yfir 6 milljörðum króna sem renna til rannsókna á áðurnefndum málefnum.

Þátttakendur safnast saman á bryggjunni við Granda Mathöll kl: 12:30 þar sem Benedikt Þór Guðmundsson frá Pieta samtökunum mun kynna starfsemi samtakana. Klukkan 13:00 verður lagt af stað í fylgd lögreglu, stuttan hring um Seltjarnarnes og miðbæ Reykjavíkur. Keyrslan mun svo enda í Hjartagarðinum við Laugaveg um kl: 13:45 þar sem Bartónar, karlakór Kaffibarsins mun taka nokkur lög og veitingastaðir í garðinum verða með tilboð fyrir gesti og gangandi. Öll velkomin.

- Auglýsing -

Hvað: The Distinguished Gentlemens Ride (Hefðarfólk á hjólum)

Hvenær: Laugardaginn 25. maí, milli 13:00 og 15:00

Hvar: Grandagarður/Hjartagarður

Dagskrá: – 12.30 safnast saman við Granda mathöll. – 12:45 Benedikt frá Pieta ávarpar viðstadda. – 13:00 Lagt af stað í fylgd lögreglu – 14:00 Endað í Hjartagarðinum milli Laugavegs og Hverfisgötu þar sem hjólin verða til sýnis og karlakórinn Bartónar taka nokkur lög.

Skráning og áheit:

https://www.gentlemansride.com/rides/iceland/reykjavik Tengiliðir: – Sigmundur Traustason, 696-7956 – [email protected] – Jóhann G. Jóhannsson, 896-8989 – [email protected] Sjá nánar: Heimasíða DGR: https://www.gentlemansride.com/

Skráningarsíða DGR: https://www.gentlemansride.com/register

Styrktarsíða DGR Reykjavík: https://www.gentlemansride.com/rides/iceland/reykjavik

Facebook síða DGR: https://www.facebook.com/gentlemansride

Facebook síða DGR Reykjavík: https://www.facebook.com/hefdarfolkahjolum

Instagram DGR: https://www.instagram.com/gentlemansride/

Instagram DGR Reykjavík: https://www.instagram.com/dgrrvk

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -