Þriðjudagur 10. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Hafði mynd af morðingja úr tölvuleik sem prófíl-mynd: „Hann fór bara út á nóttunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hann fór bara út á nóttunni,“ sagði fyrrum íbúi að Barðarvogi, um manninn, sem grunaður er um að hafa orðið nágranna sínum að bana á laugardaginn síðasta. Íbúinn lætur ekki nafn síns getið en segir hann að fleiri nágrannar hafi vitað af undarlegri hegðun mannsins. Hann segir að maðurinn hafi haldið sig mikið inni og einstaka sinnum hjálpað mömmu sinni með poka inn í húsið þar sem þau bjuggu.

Maðurinn sem er grunaður um verknaðinn er fæddur árið 2001 og hafði hann verið búsettur í húsinu í nokkur ár. Er hann hvergi að finna á samfélagsmiðlum en samkvæmt heimildarmanni Mannlífs hélt hann eitt sinn úti Facebook-síðu. Þar hafi hann ekki haft mynd af sjálfum sér heldur persónu úr tölvuleiknum GTA 5, eða Grand Theft Auto. Persónan nefnist Trevor Phillips og er honum líst sem: Öfgafullum, hvatvísum, hefndarfullum, veikum á geði, óútreiknanlegum, illviðráðanlegum og illræmdum. Auk þess er hann sagður vera morðingi og hafa tilhneigingu til ofbeldisfullrar hegðunar. Tölvuleikurinn er bannaður innan 17 ára vegna ofbeldis, orðbragðs auk kynlífstengdu efni. Heimildarmaðurinn kvaðst aldrei hafa orðið var við manninn með öðrum vinum eða jafnöldum og efaðist um að hann hafi átt slík sambönd.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -