Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Hafdís lýsir hryllingi heilbrigðiskerfisins: „Svona menn eigi að taka eina vakt á bráðamóttöku“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Arna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir að við búum við afar gott heilbrigðiskerfi á Íslandi og eftir því sem efnahagur okkar batnaði þá náðum við að halda heilbrigðiskerfinu á pari við það besta í heimi! Nei mig langar að æla!“

Þetta segir Hafdís Björg Kristjánsdóttir, einkaþjálfari og margfaldur Íslandsmeistari í fitness, í færslu á Facebook sem vakið hefur athygli og hún hefur gefið Mannlífi góðfúslegt leyfi til að vitna í. Hún segir að reynsla sín af heilbrigðiskerfinu sé einfaldlega hræðileg. Starfsfólk geri sitt allra best við hörmulegar aðstæður. Aðstæður sem sé einfaldlega ekki hægt að bjóða Íslendingum upp á.

Hafdís Björg Kristjánsdóttir.

Hafdís hvetur þá sem segja heilbrigðiskerfið gott að prófa að taka eina vakt á Landspítalanum. „Mér finnst að svona menn eigi að taka eina helgarvakt niðri á bráðamóttöku og segja okkur síðan hversu dramatísk við erum að tala niður heilbrigðiskerfið okkar, því það sé með því besta í heiminum,“ segir Hafdís.

Hún segist yfirleitt fá svipaðar móttökur. „Nú er ég búin að vera inn og út af spítalanum síðan í byrjun maí og hafa veikindin mín snarversnað síðustu þrjár vikur. Þar sem lítið er um pláss og mannskap upp á spítala hefur rútínan verið að verkjastilla mig og senda mig heim. Morfín og parkodin forte er nestið mitt heim og virðist enginn spá í framhaldinu eða afleiðingunum á þeim viðbjóð!,“ segir Hafdís.

Hún segist ekkert þrá meira en að losna undan verkjum. „Ég viðurkenni það að eftir þriggja vikna verkjaköst er andlega hliðin í molum og eina sem ég þrái er verkjalaus dagur… Ég hef alltaf reynt að halda mig frá verkjalyfjum en það er margt sem breytist hjá manni í svona veikindum. Ég átti nokkuð góða og verkjaminni helgi og fannst mér tilvalið að fullnýta helgina og eyða henni með vinkonum mínum og vinum sem ég fékk nú heldur betur í andlitið,“ segir Hafdís.

„Sjónin hvarf, ég stóð ekki í fæturnar vegna skjálfta og beið eftir að ég myndi líða útaf! Verkirnir helltust yfir mig, blóðþrýstingurinn rauk upp þrátt fyrir tvö blóðþrýstingslyf og var ekkert annað í stöðunni en að hringja á sjúkrabíl.“

- Auglýsing -

Hafdís segir að eina sem hægt var að bjóða henni var að leggjast í hægindastól. „Sjúkrabílinn kemur og er mér skutlað upp á bráðamóttöku sem var yfirfull af sjúklingum og var mér komið fyrir í lazyboy fram á gangi sem var yfirfullur af sjúklingum. Þar sat ég hágrátandi enda hræðslan og uppgjöfin búin að ná yfirhönd. Eftir tvo og hálfan tíma kemur síðan hjúkrunarfræðingur og læknir að skoða mig, ég fer í blóðprufur og þau mæla blóðþrýstinginn sem er ennþá töluvert hár og er ég greind með kristala flökkt eða þeim fannst það vera eina skýringin fyrir sjóntruflunum og svima og er ég enn og aftur send heim,“ segir Hafdís.

„Heilbrigðiskerfið á Íslandi er hræðilegt og aðstæður niðra spítala eru ömurlegar!! Starfsfólkið er allt að gera sitt besta en það er takmarkað sem þau geta gert þegar að aðstæður eru eins og þær eru! Nú er það bara í mínum höndum að finna út úr þessu og leita mér aðstoðar þar sem heilbrigðiskerfið okkar sér ekki um það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -