Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Hagræðing og einangrun?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og rakið var í fréttaskýringu í Mannlífi fyrir skemmstu undir fyrirsögninni „Hvað er að gerast í hagkerfinu?“ þá bendir margt til þess að töluverður hægagangur sé nú í hagkerfinu.

 

Mikill samdráttur hefur verið í innflutningi, eða um sem nemur 9 prósentum miðað við árið í fyrra, og einkaneysla hefur dregist töluvert saman.

Í samtölum við sérfræðinga og greinendur á fjármálamarkaði, mátti greina töluverðar áhyggjur af þessari stöðu, jafnvel þótt undirstöðurnar í hagkerfinu væru traustar, það er að skuldir heimila og fyrirtækja væru ekki of miklar.

Það sé kominn upp nýr veruleiki sem erfitt sé að lesa í hvernig muni þróast. Þótt stýrivaxtalækkanir séu af hinu góða, og í takt við Lífskjarasamninga aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda, þá er það ládeyðan á markaði – ekki síst hlutabréfamarkaðnum – sem viðmælendum fannst gefa tilefni til þess að ákveðinn doði sé að myndast í hagkerfinu, eins og er víða vandamál í heiminum um þessar mundir.

Hagvaxtarspár gera ráð fyrir litlum sem engum hagvexti á þessu ári, eftir 4,6 prósent hagvöxt í fyrra. Á næsta ári mun hagkerfið taka við sér aftur, að mati flestra greinenda. Það er hins vegar háð því að það takist að spyrna við fótum.

Eins og staðan er núna, virðist líklegt að veturinn muni einkennast af frekari hagræðingu, með fækkun starfa og breytingum í hagkerfinu. Það er ekki víst að það heyrist mikið af því í formi hópuppsagna, heldur frekar að fyrirtæki muni draga saman seglin – í eilífri leit að betri rekstrargrundvelli.

- Auglýsing -

Þá eru áhrifin af aukinni sjálfvirknivæðingu einnig ekki hluti af einhverri fjarlægri framtíð, heldur má sjá slíka þróun glögglega í nýjum samningum fyrirtækja. Í vikunni var tilkynnt um kaup Brims á tækjum og tækni frá Marel, sem mun gera bolfiskvinnslu fyrirtækisins þá fullkomnustu í heimi.

Hún mun þurfa mun færri hendur en hún gerir núna, en um leið verða afkastameiri og stuðla að betri nýtingu hráefnis. Þó að íslenskur sjávarútvegur hafi lengi verið á þessari vegferð – með aukinni vélvæðingu og sjálfvirkni – má gera ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram á næstunni, af meiri hraða og krafta en undanfarin ár.

Fyrir rúmlega 200 þúsund manna vinnumarkaðinn á Íslandi, getur hvert tilfelli þar sem störfum fækkar töluvert í einni svipan með aukinni tækni og sjálfvirkni, valdið titringi, t.d. hjá verkalýðshreyfingunni, eins og eðlilegt er.

- Auglýsing -

Lesa má fréttaskýringuna í heild í nýjasta Mannlífi.

Höfundur / Magnús Halldórsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -