Hákon Valdimarsson, markmaður Íslands og Elfsborg, er sennilega að ganga til liðs við Brentford FC en liðið leikur í ensku úrvalsdeildinni. Þetta segja íþróttafréttamennirnir Mike McGrath og Fabrizio Romano á Twitter en Romano er þekktur fyrir að greina frá vistaskiptum leikmanna og hefur nánast alltaf rétt fyrir sér í þeim efnum.
Samkvæmt þeim fer Hákon í læknisskoðun hjá Brentford í dag og mun kosta um það bil 2,6 milljónir punda en það eru tæplega 447 milljónir króna. Hákon er þessa stundina aðalmarkmaður Elfsborg í Svíþjóð og er af flestum talinn besti markmaður deildarinnar þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall. Hákon hefur leikið sjö landsleiki fyrir Íslands.