Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Hákon á leiðinni í ensku úrvalsdeildina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hákon Valdimarsson, markmaður Íslands og Elfsborg, er sennilega að ganga til liðs við Brentford FC en liðið leikur í ensku úrvalsdeildinni. Þetta segja íþróttafréttamennirnir Mike McGrath og Fabrizio Romano á Twitter en Romano er þekktur fyrir að greina frá vistaskiptum leikmanna og hefur nánast alltaf rétt fyrir sér í þeim efnum.

Samkvæmt þeim fer Hákon í læknisskoðun hjá Brentford í dag og mun kosta um það bil 2,6 milljónir punda en það eru tæplega 447 milljónir króna. Hákon er þessa stundina aðalmarkmaður Elfsborg í Svíþjóð og er af flestum talinn besti markmaður deildarinnar þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall. Hákon hefur leikið sjö landsleiki fyrir Íslands.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -