Föstudagur 3. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Hálfsystkini talin hafa á laun eignast barn og fyrirfarið því: Hann varð aldrei samur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólborg Salína Jónsdóttir (1864–1893) og Sigurjón Einarsson (1869–?) Hið svokallaða Sólborgarmál kemur fyrir í dómabókum í janúarbyrjun 1893. Hálfsystkinin Sólborg Salína Jónsdóttir 29 ára og Sigurjón Einarsson 24 ára, voru vinnuhjú á Svalbarði í Þistilfirði og eru talin að hafa á laun eignast barn og fyrirfarið því.

Upphaf Sólborgarmálsins var síðla hausts 1892. Þá barst að Héðinshöfða bréf til Benedikts sýslumanns. Í þessu bréfi skýrði hreppstjóri frá því, að sá orðrómur væri almennur í sveitinni að vinnukona á prestssetrinu Svalbarði sem hét Sólborg 29 ára hefði síðari hluta sumars fætt barn í dul og komið því fyrir.

Þá hefðu margir, þóst sjá þess merki, að hún væri vanfær, en síðan hefði henni horfið þykktin. Tilgátur manna væru, að hálfbróðir stúlkunnar Sigurjón, sem einnig var heimilisfastur á Svalbarði, kynni að hafa verið faðir barnsins.

Einar Benediktsson sonur sýslumanns tók að kanna málið, varð fljótt ljóst, að samdráttur þeirra hafði lengi verið á allra vitorði, ekki aðeins á Svalbarðsheimilinu, heldur um alla sveitina. Einn dag um haustið bar svo við, að hún veiktits, en um sama leyti varð heimilisfólk þess vart, að henni hvarf þykktin. Þetta kom eins og reiðarslag yfir Svalbarðsheimilið og alla sveitina. Enginn hafði búist við því, að þau systkinin gripu til hinna verstu óyndisúrræða.

Sólborg og bróðir hennar voru ákærð fyrir að hafa borið út barn sitt. Einar Benediktsson, þá nýútskrifaður lögfræðingur var fenginn til að dæma í málinu og það fór ekki betur en svo að annar sakborningurinn í málinu deyr í höndunum á honum. Þar tókst Sólborgu að innbyrða refaeitur og kom Einar að henni í áköfum krampagráti og seinna um nóttina var hún örend.

Ljóst er að þessi lífsreynsla lagðist þungt á skáldið og magnaðist myrkfælni hans mjög við atvikið. Að loknu Sólborgarmálinu lét Einar ferja sig yfir Þistilfjörð. Þegar kom að því að innheimta tollinn segir ferjumaðurinn í stríðni: „Ætlið þér ekki að greiða fyrir stúlkuna líka?“ Og án orða, tók Einar upp pyngju sína og greiddi fyrir Sólborgu. Hann varð aldrei samur maður eftir. Hann þjáðist upp frá þessu af myrkfælni og mátti aldrei einn vera. Hann taldi Sólborgu fylgja sér og ásækja sig í svefni. Einar lést 12. janúar 47 árum síðar, en þann 4. mars 1893 var Sigurjón dæmdur til tíu ára betrunarhússvistar.

- Auglýsing -

Ekki er það síst vegna þáttar skáldsins fræga Einars Benediktssonar. Það kom í hans hlut að dæma í málinu og hafa grimm örlög hálfsystkinanna Sólborgar og Sigurjóns, á Svalbarði í Þistilfirði undir lok 19. aldar reynst þjóðinni drjúgt umræðuefni í gegnum tíðina. Svo mikil að þau hafa komið við sögu í mörgum verkum, en útvarpsleikrit var gert um morðið

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -