Palestínumaðurinn Ahmed Al-Mamlouk, sem dvelur eins og er á Íslandi, minnist barnanna sinna fjögurra og eiginkonu, sem öll voru drepin í árás Ísraelshers á Gaza fyrir hálfu ári.
Sjá einnig: Ahmed missti öll börn sín í sprengjuárás: „Pabbi, hvenær getum við spilað fótbolta á Íslandi?“
Ahmed, sem Mannlíf tók einlægt viðtal við í byrjun árs, skrifaði fallega færslu á dögunum en þá voru liðin akkurat sex mánuðir frá því að hann missti alla fjölskyldu sína á einu bretti þegar Ísraelsher sprengi upp heimilið sem þau dvöldu á. Þau voru: eiginkonan Asmae, Alaa, 14 ára sonur hans, Mohamad, 12 ára sonur hans, Yeaha, 10 ára sonur hans og einkadóttir hans, hin níu ára Nadia ásamt bróður Asmae, hið fræga skáld og fræðimaður, Refaat Alareer auk annars bróður hennar, . Ahmed kom hingað til lands eftir hættulega för um Evrópu, í leit að betra lífi fyrir nokkrum árum. Ferðalagið var dýrt en ætlun hans var að fá dvalarleyfi hér á landi og vinna fyrir farmiðum til handa fjölskyldunni. Sonur hans, Mohamad hafði dreymt um að spila fótbolta á Íslandi.
Hér má sjá færslu Ahmeds, sem bíður þess að vera rekinn af landi brott, brotinn og einn.
„Í dag er liðið hálft ár frá glæpinum, þjóðarmorðinu, og viðbjóðslegu árásinni sem varð til þess að ég missti eiginkonu mína og fjögur börn okkar. Þetta sturlaða stríð hefur tekið ávexti hjarta míns og og sálina úr sálinni minni, sem voru konan mín og börnin. Hjarta mitt stynur af söknuði og grætur blóði, en ást ykkar hefur ekki yfirgefið mig. Ég man allar stundirnar sem ég var með ykkur og talaði við ykkur. Ég vildi að ég gæti opnað hjarta mitt og sett ykkur þar inn, en ég er miður mín yfir að hafa ekki getað verndað ykkur frá stríðinu og þjóðarmorðinu, en Guð valdi ykkur auk tveggja vina og píslavætta. Megi Guð miskunna ykkur öllum og öllum píslarvottum.“
Með minningarorðunum birti Ahmed ljósmyndir af börnunum, sem sjá má hér að neðan.