Föstudagur 25. október, 2024
6.9 C
Reykjavik

Halla forseti í auglýsingu fyrir Brimborg

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, sat fyrir í auglýsingu hjá bílaumboðinu Brimborg en auglýsingin birtist á samfélagsmiðlinum Facebook en RÚV greindi fyrst frá málinu.

Í viðtali við mbl.is segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, að Halla hafi fengið bílinn á sérkjörum en það tengist ekki því að hún sé að verða forseti heldur snúist þetta um að Halla og eiginmaður henni hafi verið í viðskiptum við fyrirtækið lengi. Hann vildi þó ekki segja á hvaða kjörum þau hjónin hafi fengið bílinn en samkvæmt heimasíðu Brimborgar eru bílar eins og forsetinn verðandi keypti seldir á um sjö milljónir króna. „Ætli ég hafi ekki fyrst kynnst henni þegar hún var fram­kvæmda­stjóri Viðskiptaráðs á sín­um tíma. Svo höf­um við bara þekkst svona í gegn­um árin,“ sagði Egill um málið.

Fjölmiðlar hafa reynt að ná sambandi við verðandi forsetann um málið en ekki tekist og tekur mbl.is fram að ekki hafi tekist að nást í Höllu síðan degi eftir að hún var kjörin forseti Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -