Sunnudagur 12. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Halla Hrund aftur hástökkvarinn: „Í takt við þann meðbyr sem ég finn í samtölum við fólk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halla Hrund Logadóttir er hástökkvarinn milli skoðanakannanna í annað skiptið í röð og mælist nú með 16 prósent fylgi.

Gallup var að birta niðurstöður úr Þjóðarpúlsi sínum en þar mælist Halla Hrund með 16 prósent fylgi en síðast mældist hún með fjögur prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi og bæti aðeins við sig. Fer hún úr 30 prósentum í 31 prósent. Baldur Þórhallsson nartar svo í hæla Katrínar með 28 prósent fylgi en áður mældist hann með 26 prósent fylgi. Þriðja mesta fylgið mælist hjá Höllu Hrund en Jón Gnarr lækkar úr 18 prósentum niður í 15 prósent.

Aðspurð segir Halla Hrund niðurstöðu könnunarinnar í takt við þann meðvind sem hún finni fyrir í samtölum við fólk.

„Þessi niðurstaða er í takt við þann meðbyr sem ég finn í samtölum við fólk en við erum rétt farin af stað,“ segir Halla Hrund í samtali við Mannlíf.

Þá segir hún að sýn hennar snúist um þátttöku og samstarf fyrir landið okkar.

„Mín sýn snýst um þátttöku og samstarf fyrir Ísland – þau gildi sem hafa byggt upp landið okkar. Ég vil magna upp góðar hugmyndir um allt land, veita þeim styrk og liðsinni til að eflast hér heima og að heiman. Við erum með dýrmæt spil á hendi í öllum samanburði – hvort sem litið er til auðlinda hugvits og menningar eða náttúruauðlinda. Ef við stöndum saman að framtíðinni– þá verður hún sannarlega okkar.“

- Auglýsing -

En hvað er framundan hjá hástökkvaranum?

„Næstu vikurnar munu fara í að hitta fólk um allt land og sjá hvernig við getum eflt tækifærin fyrir alla landsmenn.“

Könnunin var gerð dagana 17. til 22. apríl 2024. Úrtakið var 1.750 og 51,3 prósent þeirra tóku þátt. Ríkisútvarpið greinir frá.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -