Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Halla Hrund og Katrín hart gagnrýndar: „Ekki hægt að kalla þjóðarmorð neitt annað en þjóðarmorð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Andri Sigurðsson, hönnuður og meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands vekur athygli á því að hvorki Halla Hrund Logadóttir né Katrín Jakobsdóttir vilji kalla „þjóðarmorðið á Gaza sínu rétta nafni“.

Heimildin var með kappræður þeirra forsetaframbjóðenda sem mælst hafa með yfir tvö prósent fylgi í skoðanakönnunum, á dögunum en Andri Sigurðsson skrifaði Facebook-færslu um eitt ákveðið atriði sem þar kom fram, sem vakið hefur athygli.

„Samkvæmt Heimildinni vill Halla Hrund og Katrín Jakobsdóttir ekki kalla þjóðarmorðið á Gaza sínu rétta nafni. „Hvorki Halla Hrund Logadóttir né Katrín Jakobsdóttir vildu fullyrða að um þjóðarmorð væri að ræða“,“ skrifar Andri í upphafi færslunnar.

Andri fer svo yfir það sem hann kallar hughyggju:

„Í gær las ég frá álitsgjafa að fólk sem ekki kysi taktískt væri eitthvað takmarkað. Þetta væri galli sem margir „Íslendingar“ væru háðir. Mér leiðist verulega svona þjóðernisgreiningar, Íslendingar eru ekkert öðruvísi en annað fólk. Í hruninu vildi fólk líka kenna innræti Íslendinga um. Við værum í raun bara ótýndir þjófar upp til hópa. Þetta kallast hughyggja eða idealism. Í stað þess að greina stöðuna út frá stétt og hagsmnunum fólks er leitað inná við og reynt að finna galla í persónugerð hópa eða þjóða. Slíkar greiningar eru nánast alltaf bull.“

Segir hann að það þýði ekki að kjósa taktískt „ef valkostirnir eru ekki mikið skárri“ og telur svo upp valkostina sem hugnast honum ekki.

„Það er enginn tilgangur í því að kjósa taktískt gegn Katrínu ef valkostirnir eru ekki mikið skárri. Halla Tómasdóttir kemur innan úr hægrinu og starfaði fyrir Viðskiptaráð og lobbýista samtök kapítalista á erlendri grundu. Hún er fulltrúi kapítalista þó hún vilji ekkert kannast við það núna.
Halla Hrund kemur innan úr svipuðum grensum en virðist halda að hún geti verið ópólitískur forseti sem geti sameinað alla þjóðina. Hún vill líka að forestinn berjist fyrir mannréttindum og fleira á erlendri grundu. Ekki pólitík? Að starfa með auðvaldssamtökunum World Economic Forum? Ekki pólitík? Ég get ekki kosið fólk sem sýnir núll skilning á því hvernig stjórnmál og vald virkar. Og núna kemur í ljós að hún getur ekki kallað þjóðarmorð þjóðarmorð. Ekki pólitík?
Ég get líka útilokað Baldur Þóhallsson því hann er hallur undir NATO og vill auka fjármagn til hernaðarmála og fá herinn aftur í Keflavík. Hann hefur reynt að draga í land með þetta en mér finnst það ekki trúverðugt. Hann talaði mjög skýrt um þetta fyrir aðeins nokkrum mánuðum síðan.“

Að lokum lýsir Andri yfir stuðningi við Steinunni Ólína Þorsteinsdóttur:

„Það er nákvæmlega ekkert að því að kjósa einfaldlega þann sem manni líkar best. Alveg óháð því hvort það sé taktískt eða ekki. Enda enginn tilgangur í því að kjósa einhvern sem þú í raun vilt ekki bara til að koma í veg fyrir að einhver annar sigri.
Steinunn Ólína hefur í gegnum árin sýnt að hún er með hjartað á réttum stað og skilur að embætti líkt og forsetaembættið er pólitískt. Hún er líka eini frambjóðandinn sem ég veit um sem hefur alltaf staðið við bakið á verkafólki í Eflingu og Sólveigu Önnu. Hún hefur tekið skýra afstöðu gegn þjóðarmorði Ísraela og kallað eftir því að ríkisstjórnin fordæmi viðbjóðinn.“

Færslan hefur vakið mikla athygli en henni hefur verið deilt 26 sinnum þegar þetta er skrifað og þó nokkrir hafa skrifað athugasemdir við hana. Þar á meðal Steinunn Ólína sjálf: „Það er ekki hægt að kalla þjóðarmorð neitt annað en þjóðarmorð.“

- Auglýsing -

Að minnsta kosti 36.000 Palestínumenn hafa verið drepnir frá 7. október, þar af að minnsta kosti 15.000 börn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -