Heimildin var með kappræður þeirra forsetaframbjóðenda sem mælst hafa með yfir tvö prósent fylgi í skoðanakönnunum, á dögunum en Andri Sigurðsson skrifaði Facebook-færslu um eitt ákveðið atriði sem þar kom fram, sem vakið hefur athygli.
„Samkvæmt Heimildinni vill Halla Hrund og Katrín Jakobsdóttir ekki kalla þjóðarmorðið á Gaza sínu rétta nafni. „Hvorki Halla Hrund Logadóttir né Katrín Jakobsdóttir vildu fullyrða að um þjóðarmorð væri að ræða“,“ skrifar Andri í upphafi færslunnar.
Andri fer svo yfir það sem hann kallar hughyggju:
Segir hann að það þýði ekki að kjósa taktískt „ef valkostirnir eru ekki mikið skárri“ og telur svo upp valkostina sem hugnast honum ekki.
Að lokum lýsir Andri yfir stuðningi við Steinunni Ólína Þorsteinsdóttur:
Færslan hefur vakið mikla athygli en henni hefur verið deilt 26 sinnum þegar þetta er skrifað og þó nokkrir hafa skrifað athugasemdir við hana. Þar á meðal Steinunn Ólína sjálf: „Það er ekki hægt að kalla þjóðarmorð neitt annað en þjóðarmorð.“
Að minnsta kosti 36.000 Palestínumenn hafa verið drepnir frá 7. október, þar af að minnsta kosti 15.000 börn.