Halla Tómasdóttir sendi Spánarkonungi samúðarkveðju sína í dag vegna hamfaraflóðanna í Valensía-héraði í suðurhluta Spánar.
Fram kemur í fréttatilkynningu frá forsetaembættinu að forseti Íslands, Halla Tómasdóttir hafi sent í dag samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar til Filippusar VI Spánarkonungs vegna þeirra hamfaraflóða sem orðið hafa í Valensía-héraði í suðurhluta Spánar. Hátt á annað hundrað manns hefur látist í flóðunum og hefur þriggja daga þjóðarsorg verið lýst yfir landinu. Flóðinn eru sögð þau mestu á Spáni í áratugi.
Í bréfinu vottar forseti Spánverjum samúð og segir hug íslensku þjóðarinnar vera hjá aðstandendum hinna látnu og öðrum sem eigi um sárt að binda. Fjöldi Íslendinga sé búsettur á Spáni og deili hinni miklu sorg með spænsku þjóðinni, eins og aðrir Íslendingar.