Mánudagur 30. september, 2024
4.7 C
Reykjavik

Halldór Auðar hættur sem formaður framkvæmdarstjóra Pírata – Kosinn í embættið fyrir þremur vikum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Varaþingmaður Pírata, Halldór Auðar Svansson hefur lokið störfum sem formaður framkvæmdarstjórnar Pírata en aðeins er tæpur mánuður  síðan kosið var í embættið á aðalfundi flokksins.

Í tilkynningu frá framkvæmdarstjórn flokksins kemur fram að Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir hafi nú tekið við formennsku. Samkvæmt heimildum RÚV ætlar Halldór hins vegar að sitja áfram í framkvæmdarstjórninni.

Þann 7. september var ný framkvæmdarstjórn kjörin á aðalfundi Pírata sem haldinn var í Hörpu. Nokkurs titrings gætti hjá Pírötum í aðdraganda kjörsins sem varð til þess að lokum að þáverandi samskiptastjóri þingflokks Pírata, Atli Þór Fanndal ákvað að segja stöðu sinni upp. Á aðalfundinum var Halldór Auðar kjörinn formaður í stað Atla Stefáns Yngvasonar. Þá var samþykkt á fundinum að bæta tveimur stjórnarmönnum við þá þrjá sem fyrir voru.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -