- Auglýsing -
Tónlistarmaðurinn Halldór Bragason er látinn en hann lést í brunanum sem átti sér stað á Amtmannsstíg í gær. Halldór var 67 ára gamall en RÚV greindi frá andláti Halldórs.
Halldór var einn af fremstu tónlistarmönnum Íslands og stóð lengi fyrir Blúshátíð í Reykjavík. Hann lék með öllum helstu tónlistarmönnum Íslands á einum eða öðrum tímapunkti í lífi sínu og er hljómsveitin Vinir Dóra kennd við hann.
Rannsókn á brunanum er ennþá í gangi og ekkert liggur fyrir um eldsupptök.