Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Halldór lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi á Grensásveginum: „Þá fer öxlin í kássu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halldór Hreinsson, eða Dóri í Fjallakofanum eins og hann er oft kallaður, er nýjasti gesturinn í hlaðvarpsþættinum Mannlífið.

Flestir útivistarmenn þekkja Halldór, enda hefur hann reynst mörgum vel í þeim geira. Hann er sjálfur útivistarmaður og hefur oftar en einu sinni komist í hann krappan í ævintýrum sínum. Halldór fer yfir víðan völl í viðtalinu, sem má í heild sinni lesa hér.

Halldór Hreinsson. Mynd úr einkasafni.

Halldór lenti eitt sinn í alvarlegu hjólreiðaslysi þegar leið hans lá um Grensásveginn í Reykjavík.

Ef maður færi að hátta sig hérna í stúdíóinu hjá þér, þá eru ör og mein hér og þar, allt tengt þessu rugli í manni; hjólreiðaslys, mest skíðaslys. En ég segi það náttúrlega öllum sem heyra vilja, að ég dett ekki. Ég dett ekki á skíðum og ég dett ekki á hjóli, en svo þegar maður er kominn á skýluna fær maður spurningarnar: „En þetta? En þetta?“. 

Þarna á Grensásveginum er ég bara á fullu adrenalínblasti.

Nýbúinn að upplifa enn eina fæðingu, fá eina æðislega dóttur í fjölskylduna; Fanndísi, og mér halda engin bönd. Þannig að ég hjóla bara eins og ég væri á bíl. Ég er örugglega að hjóla á 50 kílómetra hraða og ég veit að þegar þú ert að taka Grensásveginn í suðurátt, þá eru þeir á bensíngjöfinni, þessir sem eru á Miklubrautinni á leiðinni austur úr. Ég sé að það er að detta í gult og ég læt mig vaða yfir. Það verður rautt svona þegar ég er að fara framhjá bílunum, svo ég hendi mér á hjólinu inn á svona millieyju og bjarga mér þar.“ 

Þar lenti Halldór í vandræðum og varð að bremsa af fullum krafti. „Ég bara lendi á kantsteini sem ég gat ekki hoppað upp á. Þeir voru hér áður fyrr, allavega í Vesturbænum, svona ávalir, þannig að þú gast hoppað upp á þá, en þarna var hann bara þver, svo ég flýg í loft upp. Ég segi nú að þarna hafi tvær hellur brotnað; fyrst böggla ég hausnum niður, hjálmurinn helst á, sem betur fer, en brotnar. Ég fer með öxlina í aðra hellu og brýt hana, og þá fer öxlin í kássu og svo enda ég á bakinu. Þar var ég með svona góða mittistösku með vatni og peysu, sem tók svolítið bakhöggið. Svo kemur einhver annar á hjóli og spyr: „Get ég hjálpað þér? Ertu eitthvað slasaður?“ og ég var svo ruglaður og vitlaus að ég sagði: „Nei, nei, allt í lagi“ og dröslaði helvítis hjólinu bara þarna suður úr, yfir hálsinn, beint niður á bráðamóttöku. 

Ég fer með öxlina í aðra hellu og brýt hana, og þá fer öxlin í kássu.

- Auglýsing -

Í stuttu útfærslunni, þá segja læknar og hjúkkur – æðisleg öll sem vinna þar – að þetta líti ekki vel út og ég muni eiga mein og hreyfigetan muni takmarkast mjög. Þau setja mig í fatla og ég get mig varla hreyft og það er verið að sýna mér myndir þar sem höndin hefur eiginlega bara farið úr slíðrinu.“

Ýtið hér til að lesa helgarviðtalið við Halldór Hreinsson.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -