Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Hitastigið gæti fallið um 12 gráður – Halldór haffræðingur: „Myndi ekki gera Ísland óbyggilegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Golfstraumurinn sem sendir hlýtt vatn í gegnum Atlantshaf er að missa kraft og er heimsins stærsta varmadæla við það að bresta vegna hnattrænnar hlýnunar. Ef golfstraumurinn missir kraft gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir hitastig í Norður-Evrópu.

Haffræðingurinn Halldór Björnsson segir að þó svo að nýlegar rannsóknir sýni fram á að hægt hefur á lóðréttum og köldum hafstraumum sem streyma frá Norðurpólnum til suðurs, sé ótímabært að fullyrða að þetta verði til þess að hinn hlýi Golfstraumur hverfi.

„En í fyrsta lagi þá er Golfstraumurinn ekki að hverfa og í öðru lagi, þó að þessi straumur hryndi, þá myndi það breyta Golfstraumnum eitthvað en það myndi ekki gera Ísland óbyggilegt,“ segir Halldór í viðtali við RÚV.

Hnattræn hlýnun hefur orðið til þess að styrkur golfstraumsins hefur minnkað

Í vísindatímaritinu Nature birtist rannsókn árið 2018 sem segir frá bráðnun innlandsíssins hefur orðið til þess að styrkur Golfstraumsins hefur minnkað og hefur ekki verið minni í 1.600 ár.

Fræðimenn telja að hafstraumurinn gæti misst allt að helmingi styrk síns fram til ársins 2100. Gerist það gæti Golfstraumurinn minnkað svo mikið að það kólni verulega í allri Norður-Evrópu.

Norður-Evrópu nýtur góðs af golfstraumnum

Golfstraumurinn er hluti af samhangandi kerfi hafstrauma sem er að finna í öllum úthöfum – einnig nefnt „thermohaline circulation“ eða AMOC á ensku (Atlantic Meridional Overturning Circulation).

- Auglýsing -

AMOC-færibandið sér meðal annars um að hlýr sjór og veður er flutt til norðausturhluta BNA og norðvesturhluta Evrópu.

Ísland er t.d. staðsett álíka norðarlega og norðurhluti Hudsonflóa í Kanada þar sem loftslag er langtum kaldara.

Hvað er Golfstraumurinn?

- Auglýsing -

Golfstraumurinn er upprunninn er skammt norðan við miðbaug í vestlægum hafstraumum sem fara um Karíbahaf, inn í Mexíkóflóa og út um Flórídasund. Hann fer norður með austurströnd Bandaríkjanna, en á um 40° norðlægrar breiddar sveigir hann austur yfir Atlantshafið og tekur hluti hans stefnuna að ströndum Vestur-Evrópu.

Annar hluti hans fer í suðaustur meðfram ströndum Vestur-Afríku, uns hann fer svo inn í Karíbahafið aftur. Sá hluti sem tekur stefnuna á Vestur-Evrópu klofnar svo aftur við Færeyjahrygg, önnur kvíslin fer vestur með Íslandi en hin norður með Noregi. Þaðan fer hluti hans í Barentshaf en meginhlutinn norður með vesturströnd Svalbarða, þar sem áhrifa Golfstraumsins gætir vart lengur vegna kulda.

Golfstraumurinn er öflugasti hafstraumur jarðar og rétt eins og neðansjávarflutningalest fer hann í gegnum Atlantshaf með hraða sem nemur allt að 9 km/klst.

Uppgufun á hlýjum sjónum sér til þess að hér á Íslandi eru vetur mildir miðað við hversu norðarlega við erum stödd.

„Hið kalda hjarta úthafanna“

Í íshafinu við austurströnd Grænlands kólnar vatnið í hafstrauminum. Kaldur sjór er þyngri en hlýr og sekkur hann því niður til botns við Grænland og rennur síðan aftur í átt að miðbaug.

Þessi mekanismi er einnig nefndur „Grænlandsdælan“ eða „Hið kalda hjarta úthafanna“ og er mikilvægur þáttur í því að viðhalda hafstraumum úthafanna – þar með talið Golfstrauminum.

Samkvæmt rannsókninni í Nature er það í Grænlandsdælunni svokallaðri þar sem golfstraumurinn lendir í vanda.

Hitastigið gæti fallið um 12 gráður yfir vetrarlag

Grænlandsdælan pumpar ekki kalda vatninu til baka með sama krafti og áður. Þetta sýna rannsóknir sem fræðimenn hafa gert á djúphafsseti í hafinu.

Orsökin er einkum sú að hnattræn hlýnun hefur aukið magn bráðnandi innlandsíss í kringum Grænland.

Ferska vatnið frá innlandsísnum þynnir út seltuna í Golfstraumnum og gerir kalda vatnið eðlisléttara þannig að það getur legið á yfirborðinu en sekkur ekki jafn djúpt og áður.

Það að vatnið sekkur niður virkar eins og öflug „dæla“ sem viðheldur stórum hafstraumum með hlýjum yfirborðsstraumi til norðurs og kaldari og dýpri straumi til suðurs.

Þar sem hnattræn hlýnun leiðir til meiri bráðnunar á innlandsís dregur aukið magn af fersku leysingarvatni úr krafti dælunnar og dregur þannig úr hringrás hafstrauma eins og til dæmis Golfstraumsins.

„Núverandi loftslagslíkön segja ekki fyrir um að Golfstraumurinn muni alveg hverfa. Vandinn er bara að við vitum ekki heldur með vissu að slíkt gerist ekki. Hættan er tiltölulega lítil en afleiðingarnar af því yrðu gríðarlegar“, sagði dr. David Thornalley við University College London í samtali við The Guardian árið 2018.

Ef Golfstraumurinn mun alveg bresta gæti hitastig í norðurhluta Noregs og Svíþjóðar og hér á Íslandi, fallið niður um allt að tólf gráður um vetur.

Í suðurhluta Skandinavíu ásamt Írlandi og Skotlandi gæti hitastigið fallið um allt að 5 og 10 gráður um vetur.

Það er þó eitt sem má ylja sér við ef þessar hamfarir verða að raunveruleika. Samkvæmt líkani fræðimanna yfir loftslag í Skandinavíu eftir hrun Golfstraumsins munum við fá mun meiri sól og umtalsvert minni rigningu.

 

 

Heimildir:

David J. R. Thornalley. 2018, 11. apríl. Anomalously weak Labrador Sea convection and Atlantic overturning during the past 150 years. Nature. Slóðin.

Kristín Sigurðardóttir. 2021, 7. mars. Golfstraumurinn er ekki að hverfa. Fréttastofa RÚV. Slóðin.

L. Caesar. 2018, 11. apríl. Observed fingerprint of a weakening Atlantic Ocean overturning circulation. Nature. Slóðin.

Wikipedia

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -