Föstudagur 7. febrúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Hallgrímur B. Geirsson er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hallgrímur B. Geirsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Árvakurs hf, lést á líknardeild Landspítalans 5. febrúar, 75 ára að aldri.

Hallgrímur fæddist í Boston í Bandaríkjunum 13. júlí 1949, sonur hjónanna Geirs Hallgrímssonar, fyrrum forsætisráðherra og Ernu Finnsdóttur húsmóður. 

Árið 1969 lauk Hallgrímur stúdentsprófi frá MR og lögfræðiprófi frá HÍ 1975. Árið 1977 varð hann héraðsdómslögmaður og 1985 hæstaréttarlögmaður.

Frá 1975 til 1978 vann Hallgrímur við lögfræðistörf hjá Eyjólfi Konráð Jónssyni og Hirti Torfasyni og fleirum en frá 1978 til 1995 rak hann lögmannsstofu með þeim Gesti Jónssyni, Kristni Björnssyni og seinna Ragnari Halldóri Hall og fleirum. Árið 1995 tók hann við starfi framkvæmdarstjóra Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins og gengdi því starfi til 2006. Frá þeim tíma vann hann við lögmannsstörf. Sem framkvæmdarstjóri Árvakurs beitti Hallgrímur sér meðal annars fyrir því að fréttavefurinn mbl.is yrði stofnaður, árið 1998.

Frá 1967 til 1968 var Hallgrímur forseti málfundafélagsins Framtíðarinnar í MR, var í stjórn Vöku 1970, í stjórn Heimdallar 1972 til 1973 og á sama tíma í stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Þá sat Hallgrímur í stjórnum ýmissa félagasamtaka og fyrirtækja en hann átti sæti í stjórn H. Benediktssonar hf., Nóa-Síríusar hf., Ræsis hf og Sjóvár-Almennra hf. Einnig var hann formaður stjórnar Árvakurs hf. frá 1987 til 1995. Aukreitis sat hann í stjórn Lögmannafélags Íslands 1983 til 1985 og í kjaranefnd þess félags 1987 til 1995. Hallgrímur átti einnig sæti í siðanefnd Blaðamannafélags Íslans 1988 til 1989 og var félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur frá 1987 til dauðadags.

- Auglýsing -

Hallgrímur var giftur Aðalbjörgu Jakobsdóttir, BA, fyrrum skrifstofustjóra í Menntaskólanum í Reykjavík og áttu þau dótturina Erna Sigríður, sem er lögfræðingur. Eiginmaður hennar er Filippo Mattia Sanzone og eiga þau soninn Róbert Hallgrím.

Mbl.is sagði frá andlátinu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -