Einn ástsælasti rithöfundur þjóðarinnar, Hallgrímur Helgason, fékk til sín gesti á mánudaginn sem höfðu snætt á Fabrikkunni um helgina. Hann segist nú sitja í súpunni.
Eins og Mannlíf hefur fjallað um undanfarna daga veiktist fjölmennur hópur fólks eftir að hafa borðað á Fabrikkunni í Kringlunni. Fyrst var grunur um matareitrun en í dag er vinnutilgáta Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að um Nóróveiru sé að ræða. Talið er að um 100 manns hafi smitast, hingað til. Ekki hefur þó verið staðfest að um Nóróveiru sé að ræða en niðurstöðu í því máli er að vænta fljótlega.
Hallgrímur Helgason er einn af þeim sem virðist hafa smitast, þrátt fyrir að hafa ekki borðað á staðnum, og ósáttur fyrir Fabrikkuna og vandar staðnum ekki kveðjurnar á Facebook.