Hallgrímur Helgason gagnrýnir matvælaráðherra harðlega fyrir linkind gagnvart hvalveiðum.
Rithöfundurinn og listmálarinn Hallgrímur Helgason furðar sig á viðbrögðum Svandísar Svavarsdóttur við svarta skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar á Íslandi. Í færslu á Facebook setur Hallgrímur hlekk á frétt Rúv þar sem Svandís segist ekki hafa neina lagastoð til að afturkalla hvalveiðileyfi. Spyr rithöfundurinn hvernig hægt sér að „deyja svona alveg inn í embættið og falla alveg fyrir íhaldsöflunum sem hafa búið í ráðuneytinu allar götur frá 1950?“ Að lokum segir hann að það megi stundum „taka smá Jón Gunnarsson á hlutina.“
„Í alvöru Svandís, þarf virkilega að skoða þetta eitthvað meira? Liggur þetta ekki alveg ljóst fyrir?
Hvernig er hægt að deyja svona alveg inn í embættið og falla alveg fyrir íhaldsöflunum sem hafa búið í ráðuneytinu allar götur frá 1950? Mast-skýrslan sýnir brot á veiðileyfissamningnum og honum er því hægt að rifta, eins og Katrín Oddsdóttir hefur bent á. Og já. Stundum má nú alveg taka smá Jón Gunnarsson á hlutina.“