- Auglýsing -
Hamborgarafabrikkunni hefur verið lokað eftir að gestir staðarins veiktust. Viðskiptavinur sagði frá því í Facebook hópnum Matartips þegar hann fór ásamt hópi fólks á veitingastaðinn en eftir ferðina hafi allir þeir sem borðuðu borgarann Morthens veikst. Margir aðrir gestir staðarins hafa greint frá svipuðu eins og Mannlíf greindi frá fyrst fjölmiðla.
María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Hamborgarafabrikkunnar hefur staðfest að staðnum í Kringlunni hafi verið lokað á meðan komist er að rót vandans.