Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Hampfélagið stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu: „Ísland er Eden fyrir kannabisræktun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Með okkar ódýru orku, góða vatn, kalda veðrið og lítinn raka höfum við fullkomna blöndu til að verða stórþjóð í kannabisræktun innanhúss. Við þurfum bara kjarkinn í það,“ segir Sigurður Jóhannsson, formaður Hampfélagsins. „Það er mikill áhugi á Íslandi erlendis frá og margir að skoða möguleikann á að setja upp vinnslustöðvar hér á landi.“ Sigurður er gestur í nýjasta þætti Hampkastsins þar sem hann kynnti alþjóðlega ráðstefnu Hampfélagsins sem haldin verður 11.-12. október næstkomandi í Salnum í Kópavogi. Ráðstefnan ber heitið Hampur fyrir framtíðina og flytja þar erindi heimsþekktir sérfræðingar úr greininni.

Sigurður segist trúa því að ráðstefnan komi til með að opna augu fólks um þá möguleika sem í hampinum felast og að hún sé frábært tækifæri fyrir áhugasama að efla tengslanet sitt í greininni. „Það er ótrúlegur áhugi á henni erlendis og fólk er að koma hingað hvaðanæva úr heiminum. Við erum með fyrirlesara á heimsmælikvarða og erum að fá að heyra eitthvað nýtt. Við erum að fá að heyra allar hliðar máls því það eru ekki eingöngu möguleikar fyrir bændur að nýta þessa plöntu heldur alls konar fyrirtækið sem standa í iðnaði. Við erum með fyrirtæki eins og Marel sem er að gera færibönd fyrir alls konar framleiðslu. Það er fyrirtæki sem gæti auðveldlega aðlagað sig að þessari grein og komið sterkir inn á markaðinn.“

Seinni dagur ráðstefnunnar verður helgaður lyfjahampinum sem hefur verið mikið í umræðunni hér á landi undanfarin misseri. Sigurður segir að íslensk stjórnvöld ættu að horfa til Danmerkur og reynslu Dana af lyfjahampinum. „Við erum búin að fylgjast með Dönum fara rosalega varlega. Þeir byrjuðu 2018 með fjögurra ára verkefni sem hefur notið gríðarlegrar velgengni. Það var framlengt til annarra fjögurra ára og svo væntanlega verður þetta ekkert framlengt aftur heldur bara sett inn í lögin.“ Hann bendir á að lyfjahampurinn hafi fljótlega orðið með verðmætustu útflutningsvörum Dana og að erlend fjárfesting hafi verið mikil. „En Danir bara rækta hampinn og svo er hann fluttur í vinnslustöðvar annað. Það sem við ættum að gera er að rækta hampinn hér á landi, vinna hann og selja út. Við höfum margt sem aðrar þjóðir hafa ekki og áhugi erlendis frá er mikill. Við erum kalt land sem þýðir að ekki þarf að eins mikla orku til að kæla framleiðslustöðvarnar en það er orðið vandamál erlendis. Hér er lítill raki sem er einnig stórt vandamál annars staðar. Við erum með ódýrt rafmagn og gott vatn. Við erum eins og Eden fyrir kannabisræktun innanhúss.”

Sigurður segist vona að ráðamenn þjóðarinnar sjái sér fært að mæta en einnig embættismenn úr ráðuneytunum, heilbrigðisstarfsmenn, háskólafólk og forsvarsmenn stórfyrirtækja. „Það eiga allir að mæta þarna sem hafa einhvern áhuga á að gera Ísland sjálfbærara og grænna. Takmarkið er að bæta lýðheilsu fólks með iðnaði og nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Það er svo önnur umræða hvort fólk vilji afglæpavæða hin ýmsu eiturlyf. Við erum ekki að tala um slíkt.”

Allar upplýsingar um ráðstefnu Hampfélagsins má finna á vefsvæðinu hemp4future.is þar sem einnig er hægt að nálgast miða.

Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hampkastið má annars finna á öllum helstu streymisveitum eins og Spotify. Gunnar Dan Wiium, stjórnarmaður í Hampfélaginu, tók viðtalið við Sigurð. Mickael Lakhlifi sá um tæknimál og Andri Karel um fréttaskrif. Heimasíða Hampfélagsins er hampfelagid.is.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -