Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Handboltaþjálfarinn Jan Larsen er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn danski Jan Larsen, sem snemma á níunda áratugnum þjálfaði handboltalið KA og lið Þórs í upphafi þess tíunda, lést í gærmorgun í Danmörku, eftir erfið veikindi.

Samkvæmt Akureyri.net fæddist Larsen 16. apríl 1956 og var því á 69. aldursári. María Egilsdóttir er eftirlifandi eiginkona hans en hún er fædd á Akureyri árið 1957. Foreldrar hennar voru þau Egill Jónasson og Sigríður Sigmarsdóttir. Þau María áttu synina Þórarinn Larsen og Egil Flóka Larsen. Dóttir Maríu, sem Jan ættleiddi, er Sigríður en hún er búsett í Danmörku.

Jan fæddist í Ribe í Jótlandi en hann ungur að aldri hóf hann að leika handbolta en hann lék sem markvörður og snemma hóf hann að þjálfa samhliða því. Var hann einungis 25 ára er hann ákvað að freista gæfunnar og flytja til Akureyrar, þar sem hann þjálfaði lið KA veturinn 1982 til 1983. Það var svo í Sjallanum á Akureyri sem Jan kynntist eiginkonu sinni, Maríu en hún vann þar sem barþjónn.

Eftir veturinn með KA flutti fjölskyldan til Danmörku þar sem Jan starfaði sem þjálfari og kennari. Árið 1990 snéru þau Jan, María og Sigríður aftur til Akureyrar þegar hann var ráðinn þjálfari hjá Þór. Gengdi hann því starfi í nokkur ár auk þess að kenna dönsku við Glerárskóla. Árið 1995 lá leiðin aftur til Danmerkur þar sem Larsen starfaði við kennslu og þjálfur nokkurra handboltaliða með fínum árangri, sem og við fræðslustörf á vegum danska handknattleikssambandsins.

Árið 2019 settist fjölskyldan að í Ribe, fæðingarbæ Larsen, þar sem hann settist í stjórn uppeldisfélags síns, Ribe HK. Þá tók hann einnig að sér þjálfun unglingaflokka félagsins. Snemma árs 2021 greindist Jan með ólæknandi krabbamein.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -