Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Handrukkarar buðu kasóléttri Sigrúnu fíkniefni: „Ég fékk algjört taugaáfall“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigrún Eva Ásmundsdóttir vissi ekki hvað á sig stóð veðrið þegar tveir vel klæddir handrukkarar buðu henni fíkniefni á heimili hennar stuttu fyrir áramót 1994. Sigrún Eva, sem var kasólétt hafði leyft þeim að hringja hjá sér en vissi ekki að um handrukkara væri að ræða.

Tvíeykið hafði bankað upp á hjá henni á Seltjarnarnesinu en eiginmaður hennar var ekki heima. Sögðust þeir vera að leita að fyrrverandi eiganda íbúðarinnar því hann skuldaði þeim pening en hún hleypt þeim inn til að hringja í hann. Fékk hún hálfgert áfall þegar annar þeirra bauð henni fíkniefni og rak þá út. Kom þá í ljós að þeir höfðu stolið peningum af heimilinu, sem og myndavél og rakvél. Hringdi Sigrún strax í lögregluna sem handtók mennina stuttu seinna eftir að tilkynning barst um menn sem líktust mönnunum sáust á Baldursgötunni.

Hér má lesa frétt DV um málið:

Tveir handrukkarar fengu að hringja í húsi á Nesinu:

Buðu barnshafandi húsráðanda fíkniefni -stálu síðan myndavél, peningum og rakvél

- Auglýsing -

Lögreglan í Reykjavík handtók tvo menn í fyrrakvöld eftir að þeir fengu að fara inn á heimili konu til að hringja. Meðan þeir fengu að nota síma stálu þeir peningum úr seðlaveski, myndavél og rakvél. „Það var bankað hérna uppá og þegar ég kom til dyra þá stóðu þar tveir menn á fertugs- eða fimmtugsaldri, snyrtilega til fara, og spurðu eftir fyrrum eiganda íbúðarinnar. Ég benti þeim á að við hefðum nýlega keypt íbúðina og hann væri ekki að finna hér. Þeir sögðu að hann skuldaði þeim peninga fyrir einhverja vinnu, meðal annars við íbúðina, og spurðu hvort þeir mættu hringja í hann hjá mér. Ég rétti þeim símann fram í anddyrið og fór að leita í símaskránni fyrir þá. Annar þeirra fór þá eitthvað að skoða íbúðina og þegar þeir voru búnir að hringja bauð annar mér í haus (bauð fram fíkniefni til neyslu). Þá áttaði ég mig á hvað var á ferðinni og vísaði þeim strax út. Hinn hafði á orði að auðvitað vildi ég ekki í haus, ég væri ófrísk,“ sagði Sigrún Eva Ásmundsdóttir, barnshafandi kona á Seltjarnarnesi. Sigrún Eva, sem var ein heima þegar mennirnir komu, segist hafa verið mjög brugðið þegar mennirnir buðu henni fíkniefni. „Um leið og þeir lokuðu hurðinni hljóp ég af stað og gáði í veskið og kannaði hvort eitthvað fleira væri hrofið. Ég fékk algjört taugaáfall og hringdi í manninn minn og lögregluna sem kom fljótlega,“ segir Sigrún. Um hálfum öðrum tíma seinna var lögreglan kölluð að Baldursgötu þar sem grunur lék á að sömu menn væru á ferð og var bílstjóri þeirra handtekinn. Hann reyndist próflaus og vísaði á hvar rukkarana væri að finna. Þeir voru handteknir í húsi við Lindargötu og reyndust í annarlegu ástandi með fíkniefni í fórum sínum og gistu fangageymslur yfir nóttina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -