Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Handtekinn en sleppt eftir föðurlegt tiltal – Minntur á að enn væru tveir jólasveinar á ferð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maður var hantekinn á samkomu í Vesturbænum í nótt þar sem hann hafði veist að öðrum gesti samkomunnar.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar að einstaklingurinn hafi verið æstur og óútreiknanlegur þegar hann var fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Var hann ósamvinnuþýður og ósáttur út í afgreiðslu lögreglunnar.

„Eft­ir að vakt­haf­andi varðstjóri hafði veitt aðilan­um föður­legt til­tal, ákváðu þeir í sam­ein­ingu að það besta í stöðunni væri að fara heim í hátt­inn. Aðilan­um var góðfús­lega bent á að enn væru tveir jóla­svein­ar á leið til byggða og því tals­verðar lík­ur á því að hann fengi kart­öflu í skó­inn ef hann myndi ekki haga sér eins og maður,“ seg­ir í dag­bók­inni.

Einstaklingurinn „játaði hann ást sína á ís­lensku lög­regl­unni áður en hann hélt heim á leið“ eftir að hafa verið sleppt úr haldi.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -