Maður var hantekinn á samkomu í Vesturbænum í nótt þar sem hann hafði veist að öðrum gesti samkomunnar.
Fram kemur í dagbók lögreglunnar að einstaklingurinn hafi verið æstur og óútreiknanlegur þegar hann var fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Var hann ósamvinnuþýður og ósáttur út í afgreiðslu lögreglunnar.
„Eftir að vakthafandi varðstjóri hafði veitt aðilanum föðurlegt tiltal, ákváðu þeir í sameiningu að það besta í stöðunni væri að fara heim í háttinn. Aðilanum var góðfúslega bent á að enn væru tveir jólasveinar á leið til byggða og því talsverðar líkur á því að hann fengi kartöflu í skóinn ef hann myndi ekki haga sér eins og maður,“ segir í dagbókinni.
Einstaklingurinn „játaði hann ást sína á íslensku lögreglunni áður en hann hélt heim á leið“ eftir að hafa verið sleppt úr haldi.