Maðurinn sem handtekinn var í Japan vegna líkamsárásar er Íslendingur, en ekki Íri eins og sögusagnir eru um.
Fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfesti við Mannlíf að mál hins 24 ára mann sem handtekinn var á dögunum fyrir að lemja leigubílsstjóra í Osaka, Japan, sé á borði borgaraþjónustu Utanríkisráðuneytisins. Sögusagnir hafa verið á kreiki á samfélagsmiðlunum að maðurinn sé ekki íslenskur, þar sem nafnið Oliver Addison hefur verið gefið upp í fjölmiðlum úti. Það nafn finnst ekki í Þjóðskrá Íslands. Hafa sumir leitt að því líkum að Japanir hafi ruglast á Írlandi og Íslandi, sem er nokkuð algengur misskilningur.
Fjölmiðlafulltrúinn gat þó ekki gefið upp frekari upplýsingar um málið.