Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-0.3 C
Reykjavik

Hanna Rún lamaðist eftir mænustungu: „Sagði við sjálfa mig, ég get, ég ætla, ég skal“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hún hefur sigrað hverja danskeppnina af annarri í mörg ár og dansar nú í gegnum lífið með dansfélaga sínum og eiginmanni. Hanna Rún Bazev Óladóttir talar um æskuna, dansinn, eineltið og kjaftasögurnar sem tengjast oft afbrýðisemi, ástina, tímabundu lömunina í öðrum fætinum, gigtina og Rússland. Hér er brot úr viðtalinu.

„Það breytti öllu að verða móðir.“

Og parið dansaði saman á dansgólfinu og í lífinu. Og það kviknaði nýtt líf. „Það breytti öllu að verða móðir. Þetta gefur lífinu lit. Og ég elska að vera mamma.“ Sonurinn, Vladimir Óli, er átta ára og dóttirin, Kíra Sif, er tveggja og hálfs árs. „Við töluðum um að við vildum eignast barn en þá var ég nýorðin ólétt og við vissum það ekki. Við fórum á keppnir úti og mér leið rosalega illa og var flökurt. Svo í vélinni á leiðinni heim eftir eitt mótið dreymdi mig dökkhærða konu sem sagði að við hefðum ekki bara verið tvö á gólfinu heldur þrjú.
Þegar við síðan fengum staðfestingu á að ég væri ólétt vorum við mjög spennt en áttum eftir að keppa á einu stórmóti enn, heimsmeistaramóti, og ég keppti þar þegar ég var komin rúmlega þrjá mánuði á leið.“

Mænudeyfingin sem Hanna Rún fékk í fæðingu dótturinnar misheppnaðist en það þurfti að gera hana þrisvar. Stungið var í taug í fyrstu tilraun þannig að lærvöðvinn í öðrum fætinum lamaðist. Hjónin voru búin að bóka sig á danssýningar sem þau þurftu að aflýsa. „Ég var lömuð í fætinum í rúma fjóra mánuði og þegar mátturinn fór að koma var eins og fóturinn væri 100 kíló og þungt að hreyfa hann. Ég reyndi samt eins og ég gat að dansa um leið og ég fór að finna mátt þó svo ég væri dettandi og næði ekki að draga fæturna saman. En bara það að mæta og reyna mitt besta var það sem ég þurfti að gera. Það gerði mig auðvitað alveg brjálaða að geta ekki gert einn snúning sem var eitthvað sem eg gat gert sjö ára en ég hugsaði bara „þetta kemur“. Það var auðvitað alveg hrikalegt að vakna á hverjum morgni í nokkra mánuði og geta ekki lyft fætinum. En ég reyndi bara að hugsa jákvætt og sagði við sjálfa mig „ég get, ég skal, ég ætla“. Ég nýtti tímann í að teikna upp danskjóla og sá fyrir mér keppnirnar sem ég æt – laði að keppa á. Ég varði líka tíma með börnunum í rólegheitum. Við vorum mikið að dúlla okkur í alls konar föndri því það er margt skemmtilegt hægt að gera þótt maður sé ekki endilega hlaupandi um. Svo fór mátturinn í fætinum smátt og smátt að koma eftir langa bið og ég komst aftur út á keppnisgólfið eftir langar og strangar æfingar.“

Hanna Rún hefur fundið fyrir kvíða af og til í gegnum árin og segir að eftir að hún varð móðir hafi margt breyst og hafi hún fyrst í stað ekki viljað stíga upp í flugvél þar sem hún var hrædd um að eitthvað kæmi fyrir. „Ég hafði aldrei verið flughrædd áður en ég hugsaði með mér að ef ég ætlaði að halda áfram að dansa yrði ég að fara í flugvél. Ég man að ég hélt ég myndi kasta upp í fyrstu flugferðinni eftir að ég eignaðist son minn. Ég var svo hrædd. Núna hefur maður ekki bara áhyggjur af sínu lífi. Ég er viðkvæmari eftir að ég varð móðir. Ég horfi til dæmis ekki á hryllingsmyndir en það var eitthvað sem ég elskaði að gera. Ég þoli ekki að fara frá börnunum mínum en það er eitthvað sem ég þarf að gera þegar við förum í keppnir erlendis. Þegar við förum út að keppa er þess vegna flogið út á föstudegi, keppt á laugardegi og flogið heim eldsnemma á sunnudegi. Svo róar það mig að vita af þeim í öruggum höndum hjá mömmu og pabba alltaf þegar við förum út til að keppa. Stundum verður álagið vissulega mikið og maður veit stundum varla í hvorn fótinn maður á að stíga en ég er samt orðin svo þjálfuð í þessu að ég finn alltaf einhvern veginn út úr hlutunum. Ég er mjög dugleg að tala við mömmu og pabba ef ég þarf að pústa eða fá ráð; þau hafa alltaf einhvern veginn svör við öllu.“

Viðtalið við Hönnu Rún má lesa í heild sinni í vefútgáfu nýjasta tímarits Mannlífar, hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -