Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.7 C
Reykjavik

Hannes Hólmsteinn varar við netmiðlum: „Gæta sín á að sogast ekki inn í einhver vitleysismál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hannes Hólmsteinn Gissurarson varar við netmiðlum í nýrri færslu á Facebook.

Prófessorinn á eftirlaunum, Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur verið í skotlínunni undanfarið eftir að hann birti færslu sem mörgum fannst löðrandi í kynþáttafordómum en þar sakaði hann múslimska konu um að hafa reynt að stela af honum tösku á Keflavíkurflugvelli. Starfsmaður flugvallarins leiðrétti frásögn Hannesar og benti á óviðeigandi hegðun hans gagnvart barnungum systrum en hún segir að hann hafi meðal annars öskrað á þær að það ætti ekki að hleypa þeim inn í landið.

Í gær birti hann svo ljósmynd frá fjölskylduboði þar sem boðið var upp á pylsu og rauðvín en við ljósmyndina skrifaði hann: „Engir múslimar hér“. Eyddi hann færslunni stuttu síðar, eftir að fjöldi fólks gagnrýndi hann fyrir smekkleysið.

Í morgun skrifaði hann svo færslu þar sem hann segir að menn ættu ekki að taka netmiðlum alvarlega og „gæta sín á að sogast ekki inn í einhver vitleysismál“.

„Netmiðlarnir eru dálítið eins og Bakkus: góður þjónn, en slæmur húsbóndi. Menn eiga að taka hæfilega alvarlega það, sem þar kemur fram (og alls ekki taka það nærri sér), og gæta sín á að sogast ekki inn í einhver vitleysismál.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -