Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Haraldur segir foreldrahópi að skammast sín: „Þetta er afar sér­stök veg­ferð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Haraldur Freyr Gíslason, formaður félagsleikskólakennara, er allt annað en sáttur með ákvörðun foreldrahóps að stefna Kennarasambandi Íslands en hópurinn telur að KÍ hafi mismunað börnum í þeim ótímabundnu verkfallsaðgerðum sem farið var í árið 2024 í nokkrum leikskólum.

„Þetta er afar sér­stök veg­ferð sem þessi þó litli hóp­ur for­eldra í þess­um fjór­um leik­skól­um er á. Þetta er auðvitað ekk­ert annað en aðför að kenn­ur­um barna þeirra því KÍ er auðvitað ekk­ert nema fé­lags­fólkið sjálft og KÍ ger­ir ekk­ert í óþökk fé­lags­fólks,“ sagði Har­ald­ur Freyr Gísla­son, formaður fé­lags leik­skóla­kenn­ara, við mbl.is um stefnuna.

„Hér er verið að gera til­raun til að svipta kenn­ur­um þeim laga­lega neyðarrétti að geta bar­ist fyr­ir bætt­um kjör­um og þá framtíðar af­komu sinn­ar og sinna sem og fyr­ir leik­skóla­kerf­inu öllu sem líður alla daga út um allt land vegna langvar­andi skorts á fag­fólki.“

Haraldur sagði einnig að hann viti ekki hvernig þeir foreldrar sem standa á bakvið stefnuna geti horft í augun á kennurum barna sinna og að vonbrigðin sem kennarar upplifa í garð hópsins verði ekki lýst með orðum en hópurinn samanstendur af foreldrum sem eiga börn á leikskólunum Drafnar­steini í Reykja­vík, Holti í Reykja­nes­bæ, Ársöl­um á Sauðár­króki og leik­skóla Seltjarn­ar­ness.

Samkvæmt mbl.is mun málið fá flýtimeðferð fyrir dómstólum en aðalmeðferð fer fram í næstu viku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -