Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Ökuníðingur á Arnarneshæð – Faðir og synir hans slasaðir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Klukkan rétt rúmlega níu í gærkveldi barst lögreglu tilkynningum um harðan árekstur tveggja bifreiða á Arnarnesbrúnni. Var annar ökumannanna sagður slasaður auk tveggja sona hans. Voru þeir allir með meðvitund þegar áhöfn sjúkrabifreiðar mætti á vettvang. Ekki er vitað nánar um líðan þeirra slösuðu. 

Ökumaður hinnar bifreiðarinnar og tjónvaldur var handtekinn á slysstað grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna, auk hraðaakstur. Ökuníðingnum var sleppt að rannsókn lokinni.

Bátur strandaði við Álftanes

Laust fyrir klukkan átta í gærkveldi barst beiðni um aðstoð þegar að lítil trilla, undir sex metrum,  strandaði við Álftanes. Áhöfn trillurnar var ekki talin í hættu. Björgunarsveitin mætti með bátaflokk og leysti trilluna. Aðgerð björgunarsveitarinnar tókst vel og trillan komin að bryggju um það vil einni og hálfri klukkustund síðar.

Slys í undirgöngum

Á fimmta tímanum barst lögreglunni í Garðabæ tilkynning um slys í undirgöngum. Þar sem léttbifhjól og reiðhjól höfðu rekist á. Reiðhjólamaðurinn, sextugur karlmaður, hlaut áverka á fæti. Sjúkrabifreið var send á staðinn. Eftir aðhlynningu áhafnar var sá slasaði fluttur heim. Tveir unglingspiltar voru á vespunni og voru þeir ekki sagðir slasaðir. Lögreglan ræddi við foreldra og forráðamenn piltanna.

- Auglýsing -

Sautján ára á 156 km/klst

Rúmlega tvö í nótt var bifreið stöðvuð á Kringlumýrarbraut eftir að hafa mælst á 156 km/klst, þar sem hámarkshraði eru 80 kílómetrar á klukkustund. Ökumaðurinn sem er sautján ára drengur neitaði að tjá sig um málið. Hann var færður á lögreglustöðina og sviptur af bráðabirgðaökuréttindum sínum. Forráðamaður drengsins vitjaði hans.

Vissi ekkert í sinn haus

- Auglýsing -

Í nótt hafði lögreglan afskipti af manni í annarlegu ástandi í austurborginni. Grunaði lögreglu að maðurinn væri dópaður þar sem hann vissi ekkert í sinn haus og gat ekki gert lögreglu grein fyrir hver hann væri og var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu. Við vistun fundust fíkniefni í fórum mannsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -