Í tilkynningu frá lögreglu er greint frá því að dagurinn hafi verið frekar rólegur.
Einn var handtekinn grunaður um nytjastuld á bifreið. Reyndist hann einnig vera með meint fíkniefni á sér. Tveir aðilar voru stöðvaðir í akstri grunaðir um fíkniefnaakstur og einn annar tekinn í akstri án réttinda og reyndist bifreið ótryggð.
Þá var tilkynnt um harðan árekstur á Reykjanesbrautinni en þar var bifreið ekið á ljósastaur. Þegar lögregla kom á vettvang voru farþegar með meðvitund og lífsmörk en ekki vitað um frekari meiðsli að svo stöddu.