- Auglýsing -
Harkalegur árekstur varð í Ármúla nú skömmu fyrir hádegið en lögregla er á vettvangi þegar fréttin er skrifuð. Samkvæmt vitnum var bifreið ekið á þrjá kyrrstæða bíla á bílastæði við Ármúla 18 en tveir þeirra eru töluvert mikið skemmdir eftir áreksturinn.
Ökumaðurinn var eldri kona og var sjúkrabifreið kölluð á vettvang. Ekki liggur fyrir hvað olli árekstrinum en engin hálka var á veginum þegar slysið varð. Bíllinn var dreginn af vettvangi með dráttarbifreið en ökumaðurinn fór í fylgd með lögreglu.