Karlmaður hefur verið handtekinn, grunaður um aðild að andláti eldri hjóna sem fundust látin í heimahúsi í Neskaupstað í nótt.
Hvernig andlátið bar að hefur ekki fengist staðfest en lögreglan leitaði eins manns vegna þess en samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV tók maðurinn bíl hjónanna í nótt.
Samkvæmt heimildum Mannlífs mætti sérsveitin á Norðfjörð á fjórða tímanum í dag vegna málsins en viðbúnaður var á Snorrabraut í Reykjavík í dag en lögreglan lokaði umferð við Eiríksgötu á þriðja tímanum. Einn var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar samkvæmt RÚV en sá aðili tengist málinu á Norðfirði.
Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglunni á Austurlandi klukkan 15:18:
Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi á Norðfirði. Tveir hafa verið úrskurðaðir látnir. Einn verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Ekki er grunur um að fleiri tengist málinu.