Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Harmleikur við Njarðvíkurhöfn – Enn logar í bátnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikill harmleikur varð í nótt í Njarðvík en slökkvilið er enn að störfum við Njarðvíkurhöfn en eldur kviknaði um borð í skipi þar um klukkan tvö í nótt. Einn lést og tveir voru fluttir á sjúkrahús.

Enn logar í bátnum.
Ljósmynd: Mannlíf

Samkvæmt Sigurði Skarphéðinssyni, varaslökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja logaði mikill eldur í skipinu. „Útkallið kemur tíu mínútur yfir tvö í nótt. Neyðarlínan sendir á okkur að það sé eldur í bát við Njarðvíkurhöfn og að þetta sé sirka 200 tonna netabátur og þegar fyrsti dælubíll kemur á staðinn þá er greinilega mikill eldur í bátnum,“ sagði Sigurður í samtali við Rúv. Hann hélt áfram. „Þegar þeir eru að lenda á staðnum kemur tilkynning um að það séu mögulega tveir um borð. Síðan heyrum við það að einn hafi verið kominn frá borði og að lögreglan hafi farið með hann á sjúkrahús og á svipuðum tíma þá bjargast einn út sem síðan er fluttur með sjúkrabíl líka á HSS. Þá er talað um að það sé einn í viðbót um borð og það fara reykkafarar um borð og þeir finna manninn og síðan þegar þeir ná manninum upp að þá hefjast endurlífgunartilraunir sem að sem sagt ganga ekki og hann er svo fluttur á HSS þar sem hann er úrskurðaður látinn.“

Sigurður sagði einnig að skipið hafi verið bundið við bryggu er eldurinn kviknaði. „Þegar slökkvistarf er hafið byrjar báturinn að hallast töluvert og þá er fenginn lóðsi frá Keflavíkurhöfn og annar bátur er færður til, sem lá utan í þessum og bátnum er ýtt lengra inn í höfnina.“

Segir hann ennfremur að þegar leið á morguninn hafi eldurinn aukist aftur og stendur slökkvistarfið ennþá yfir.

Enn er ekki vitað um eldsupptök.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -