Mánudagur 23. desember, 2024
-0 C
Reykjavik

Harmleikurinn við Barðavog – Nágrannar óttuðust Magnús sem er grunaður um morð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Magnús Aron Magnússon heitir maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana, laugardagskvöldið 4. júní síðastliðinn. Harmleikurinn átti sér stað í íbúðarhúsnæði við Barðavog.

Hinn grunaði sem fæddur er í desember árið 2001 er talinn glíma við geðræn vandamál, en íbúar segja hann ekki eiga að búa í almennu íbúahverfi heldur í sértæku úrræði. Engar upplýsingar eru hins vegar um það hvort og hvaða úrræða leitað hefur verið fyrir hann í heilbrigðiskerfinu. Lögreglan segir að nú sé lagt mat á andlegt ástand hans og ekki liggur fyrir hvort hann sé sakhæfur.

Heimildir herma að Magnús búi með móður sinni í risíbúð hússins þar sem morðið var framið, en hinn látni hafi búið í kjallaranum. Fréttir hafa borist af því að nágrannar og íbúar víða í Langholtshverfinu hafi haft áhyggjur af ógnandi framferði Magnúsar í langan tíma. Hann hefur meðal annars ratað í fréttir fyrir ofbeldi gegn hundum í hverfinu og líst yfir andúð sinni á hundum á samfélagsmiðlum. Árið 2019 var hann handtekinn vegna ofbeldisfullrar hegðunar í garð mótmælenda á Austurvelli sem þá voru að lýsa yfir stuðningi við flóttamenn. Mannlíf fjallaði um málið í gær.

Heimildamaður Mannlífs tjáði okkur að hann hafi einnig verið staðinn að því að vera horfa inn um glugga hjá nágranna sínum á kvöldin og jafnvel á næturnar.

Lögregla gefur ekki upp hvort hann hafi játað eða neitað því að hafa framið morðið, en Magnús hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. júlí næstkomandi. Einnig liggur fyrir að hann hefur ekki kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar.

.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -