Birgir Sævarsson átti allt. Hann var hamingjusamlega giftur, vinsæll trúbador og starfaði sem tónmenntakennari í grunnskóla. Síðustu þrjú ár hefur hann verið í nauðvörn vegna ásakana um að hafa brotið gegn þremur konum. Ein þessara ásakana náðu alla leið fyrir dóm, en hinum tveimur var vísað frá. Birgir var svo á þessu ári sýknaður í málinu. Eftir stendur hann, tveimur sjálfsvígstilraunum síðar, án eiginkonu, án vinnu og án æru.
Hér má lesa einkaviðtal Reynis Traustasonar við hann í heild sinni.