Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Harmurinn lifir með Vigfúsi: „Maður talar stundum við þá þótt maður fái ekkert svör“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vigfús Markússon skipstjóri hefur gengið í gegnum raunir sem lifa með honum ævilangt. Árið 1983 fórst Bakkavík ÁR í innsiglingunni að Eyrarbakka. Þrír bræður voru um borð. Vigfús komst einn af. Hann hélt samt áfram á sjónum og á að baki 50 ár, sem skipstjóri lengst af. Ein af hans uppáhaldsslóðum er Brjálaði hryggurinn.

Vigfús segir sögu sína í Sjóaranum.

Myndir og bók

Vigfús er spurður hvort hann ætli ekkert að fara að hætta á sjónum og segir hann að allir séu að spyrja hann að þessu. „Ég tek fyrir eitt ár í einu. Mér finnst þetta vera gaman. Mér líður vel úti á sjó.“

Vigfús Markússon skipstjóri.
Ljósmynd: Aðsend

Og úti á sjó getur hann stundað áhugamál sitt sem er ljósmyndun, en Vigfús tekur gjarnan myndir af því sem ber þar fyrir augu svo sem skip í brælu. Svo vann hann að bók sem kom út árið 2013 og heitir Saga bátanna. Vélbátar smíðaðir eða gerðir út frá Eyrarbakka. Grunnurinn í bókinni er frá nafna hans heitnum Jónssyni á Eyrarbakka, en Vigfús Markússon fékk blöð nafna síns og hélt vinnunni áfram. „Þegar ég var á Tómasi var ég að dunda mér við þetta á frívaktinni.“

Hann á líka áhugamál í landi, en það tengist reyndar sjónum. „Ég er með sumarbústað alveg við sjóinn á Eyrarbakka og þar er ég með spjald á sjógarðinum með öllum nöfnunum á skerjunum. Öll sker eru með nöfn.“

- Auglýsing -

Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan vélbáturinn Bakkavík ÁR 100 fórst eftir að hafa fengið á sig brotsjó fyrir utan sundið sem markar innsiglinguna til Eyrarbakka. Þrír bræður um borð. Einn komst af.

Harmurinn hlýtur að búa með Vigfúsi.

„Já, hann er alltaf í manni.“

- Auglýsing -

Hann hugsar til bræða sinna.

„Maður talar stundum við þá þótt maður fái ekkert svör. Maður biður stundum bænir.“

Sjá þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -